Góðar minningar

Sorglegt að horfa upp á eina skemmtilegustu búð bæjarins loka.  Ég skal fúslega viðurkenna að hafa sjaldan verslað þarna en þeim mun oftar keyrt framhjá.  Fyrir síðustu jól kom ég þarna inn og ætlaði að kaupa spil í jólagjöf handa frænda mínum.  Ég var að hugsa um eitthvað strategiskt spil sem nokkrir gætu spilað saman. 

Þegar inn var komið sá ég að nýir eigendur höfðu gert nokkrar "endurbætur".  Það var búið að gera heiðarlega tilraun til að stækka minnstu búð bæjarins.  Ég hugsaði með mér að þetta væri kannski ekki svo vitlaus hugmynd.  En útfærslan var afar slök.  Í staðin fyrir að halda í hefðina og láta fjölbreytt vöruúrvalið njóta sína þá höfðu nýju eigendurnir breytt búðinni í búð sem selur allar gerðir af nákvæmlega eins púslum frá sama framleiðanda.  Síðan var búið að losa sig við allt safnaradótið og henda öllum spilum fyrir eldri en 4-6 ára í ruslið.

Ég man eftir viðtali við Magna fyrir nokkrum árum í útvarpinu.  Þar sagði hann frá skemmtilegum uppákomum og hvernig hann skipti um voruúrval eftir árstíðum.  Fyrir jól voru spil og jólagjafir í fyrirrúmi.  Á haustin og eftir jól, frímerki eða safnaradót og yfir sumarið allskonar minjadót fyrir túrhesta.  Það fylgdi líka með í frásögninni hvað mikill tími fór í þetta.

Nýju eigendurnir hafa sennilega haldið að þau þyrftu ekki að hafa neitt fyrir þessu.  Taka bara smá bankalán á okurvöxtum og breyta búðinni í eina hilluröð af púslum eins og maður sér í Hagkaup.  Þvílík mistök og skemmdarverk.  Ólafi F. borgarstjóra hefði verið nær að friða þessa búð og Magna kaupmann heldur einhver hræðilega ljót hús sem allir vilja rífa.

Það sem gerði þessa búð ómissandi var vöruúrvalið og smæðin ásamt Magna og frú.  Hvort nýju eigendurnir fóru hausinn eða vildu bara hafa meiri tíma til að púsla heima hjá sér veit ég ekki.  En besta jólaminningin mín er einmitt tengd þessari búð.  Við bræðurnir fórum í bæinn á Þorláksmessu og keyptum okkur Axis and Allies spilið.  Síðan var spilað öll jólin til klukkan fjögur á nóttinni.

AxisAndAlliesBox

 

 

 

 

 

 

 

Eftir smá stund inni þessari nýju Magnabúð hrökklaðist ég út með fangið tómt og enga jólagjöf handa frænda mínum.  Síðan sagði ég öllum sem ég hitti hversu illa mér litist á þessa búð.  Þannig að kannski er þetta mér að kenna!


mbl.is Magni hættir verslunarrekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann Magni er algjör dúlla :o) og þau hjónin bæði alveg yndisleg.  Fyrir mörgum árum vann ég í banka á Laugaveginum þarna rétt hjá og Magni kom þangað oft.  Alltaf var hann ljúfur og í góðu skapi. 

Að sama skapi var alltaf skemmtilegt að koma í búðina til hans og algjör synd að hún skuli nú hverfa.  En að vissu leyti missti hún sjarma sinn þegar Magni hætti að vera þar, hann var svo mikill hluti af búðinni. 

Whatsername (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Man eftir að hafa keypt ýmislegt smádót þarna. Helst frímerki áður en plötur og seinna diskar tóku við sem uppáhalds söfnunarárátta.

Villi Asgeirsson, 2.8.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband