30.8.2008 | 08:29
IKEA 60% ódýrara í Bretlandi.
Íslendingar láta okra á sér endalaust. Í fyrra var ég að skoða eldhúsinnréttingar. Ég skoðaði m.a. IKEA og leist nokkuð vel á. Þetta voru kannski ekki flottustu innréttingarnar en ein týpan leit vel út og var ódyrari en allt annað sem í boði var hérlendis. En hvað skyldi svona innrétting hafa kostað í Bretlandi? Jú, nákvæmlega eins innrétting var 60% ódýrari.
Er bara ekki allt í lagi með Íslendinga. Verðlag hér er 60% hærra en í Bretlandi en launin eru sennilega ekki 60% hærri. Svo skoðaði ég líka ítalskar innréttingar. Þar var sama ruglið upp á teningnum. Lítið fyrirtæki í Garðabæ var með þær innréttingar. Eigandinn montaði sig af því að geta boðið ísskapa, eldavélar o.s.fr. með í heildarpakka á mun lægra verði en t.d. Húsasmiðjan og BYKO. En hvað átti mín eldhúsinnrétting að kosta. Jú, svona eina og hálfa milljón til tvær.
Ég sagði bara eins og var að ég tímdi ekki að borga hærra fermetraverð fyrir eldhúsinnréttinguna en fyrir íbúðina. Honum fannst það ekkert skrýtið og við kvöddumst í mestu vinsemd. Þetta var samt algjört djók því til að sýna mér allar þær týpur og útfærslur sem ítalski framleiðandin bauð upp á fékk ég að skoða myndabók með ráðlögðu útsöluverði í Evrum. Þar kostuðu innréttingarnar bara 400-600 þúsund krónur.
Auðvitað kostar eitthvað að flytja þetta dót inn og verðin voru tveggja ára gömul. En það er nákvæmlega engin áhætta af þessum viðskipum. Það er engin lagerkostnaður eða neitt. Bara senda fax og eitt símtal. En svona er græðgin í dag og þetta er ekki versta dæmið.
Ikea hækkar verð um fimmtung að meðaltali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð aðeins að taka upp hanskann fyrir Ikea. Ég verslaði eitthvað af húsgögnum hjá þeim um siðuststu mánaðarmót, skoðaði svo heimasíðu Ikea í Svíþjóð og sá að allt það sem ég hafði keypt var mun dýrara þar en hér, meira að segja ef ég reiknaði með gamla genginu. Svo það var augljóst að það var kominn tími á hækkun.
Keypti svo eitt til viðbótar í gær sem kostaði 24.900, sé á ikea.co.uk að sama vara kostar 149 pund. Ekki mikill munur þar, en auðvita er ekki hægt að álykta út frá nokkrum vörum.
Jóhanna (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 08:45
Allar eldhúsinnréttingar sem ég skoðaði hjá IKEA voru um 60% dýrari hérna heima en í Bretlandi. Mér finnst þetta mikill munur og engar skýringar aðrar en hærri álagning geta skýrt hann.
Björn Heiðdal, 30.8.2008 kl. 08:55
Ok, sýndu okkur þennan mun! Það ætti nú að vera nógu auðvelt að finna tvo linka og smella þeim hérna inn til að styðja vælið í þér.
nonni (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 09:43
IKEA ætti að vera mun ódýrari verslun en raunin er.
- Mublurnar eru fjöldaframleiddar í milljónum eintaka. Stærðarhagkvæmnin er gífurleg.
- Hönnunin er þannig að flutningskostnaður og geymslukostnaður er enginn
- Starfsfólk er að miklu leyti láglaunað ungt og ófaglært, og afgreiðslan fer að mestu fram í sjálfsafgreiðslu í stóru og einföldu vöruhúsi af ódýrustu gerð.
- Viðskiptavinurinn fær sjálfur að sjá um samsetningu og flutninga
Í öðrum mublubúðum er seld vara framleidd í mun minna upplagi, oft flutt til landsins samsett, starfsfólk eru iðulega vandaðir og reyndir sölumenn með mikla vöruþekkingu og ráðgjöf, og afhending er upp að dyrum.
IKEA mublurnar eru á góðum degi helmingi ódýrari en sambærilegar mublur í "venjulegum" mublubúðum, en eðlilegra væri að þær kostuðu fjórðung eða minna.
Það er ekki skrítið að IKEA veldið veður svoleiðis í peningum.
Promotor Fidei, 30.8.2008 kl. 10:06
Held að okrið í þessum innréttingabransa sé sér fyrirbrigði. Þar eltir bara hver annan og ef Byko selur eitthvað svipað þá er bara farið í námunda t.d. Það er til að mynda ekki svo mikill munur sem ætti að vera á "skraddarasaumaðri " innréttingu hér og einhverju frá IKEA
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.8.2008 kl. 10:43
því miður breytirðu engu með því að hætta að versla í hagkaup og versla frekar í bónus, þetta er sama batteríið. ef þú hættir að versla í hagkaup hækk bara vörurnar í bónus...
Vissulega ætti IKEA að vera miklu ódýrara en það er, það er svo ótrúleg rökleysa að tala um að verðbólgan eigi sinn þátt í þessari hækkun hjá IKEA, vissulega þurfa þeir að hækka eitthvað út af genginu en ástæðan á bak við verðbólguna er einmitt gengisfall krónunnar, þannig að ef þú hækkar vörurnar fyrst út af genginu og bætir svo verðbólgunni ofan á ertu búinn að hækk tvöfalt það sem þörf er á!!!
Aðalsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 14:37
Það er ekki hægt að bera saman verð á síðunum, það spilar svo margt inní verðlagninguna hérna heima, þú getur ekki ætlast til að ef þú kaupir vöruna á Bresku síðunni lætur senda hana heim að þú borgir á endanum uppsett verð fyrir ? hvað með alla tolla og innflutningsgjöld?
t.d. MALM 6 skúffu kommóða kostar 75 Sterlingspund á bresku IKEA síðunni eða 11.325 kr íslenskar með gengingu í dag, sure mikið ódýrari en samskonar kommóða hérna á klakanum sem kostar 16.950 kr í hinu íslenska IKEA.
Við hreinan samanburð þá er Breska varan ódýrar, en hvað með VSKinn sem þarf að greiða af vörunni við innflutning. Ég veit nú ekki á hvað þessar vörur eru keyptar á frá byrgjanum, en segjum sem svo að Breska IKEA er að selja vöruna á sama verði og þeir keyptu hana á og það sé sama verð og Íslenska fær hana á. Bætum svo VSKinum við, eftir leit á tollur.is þá fann ég að VSK-ur af tréhúsgagni ætlað í svefnherbergi er 24.5% vsk, þá er hún komin strax uppí 14.100kr, og inní það spilast svo önnur tollkostnað, flutningskostnað og svo almennan rekstarkostnað.
Já þótt starfsfólkið sé væntanlega ekki með mjög há laun þá er IKEA samt með ágætan fjölda af starfsfólki, á góðum degi þá er ekki langt á milli starfsmanna innaní verslunninni. Og einsog spakur maður sagði þá gerir margt smátt eitt stórt.
Svo hvernig væri að hugsa aðeins út fyrir ramman, Heimurinn er ekki Svartur og Hvítur, hann kemur í öllum regnbogans litum.
Jóhannes H (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 18:48
Eitthvað er Jóhannes að misskilja mig. Ég hef ekkert út á starfsfólk IKEA að kvarta eða þá þjónustu sem þar er veitt. Verðið á eldhúsinnréttingum var bara 60% hærra en í Bretlandi. Skiptir engu hvort vsk eða flutningsgjöld leggjast ofan á eða undir.
Í flestum tilvikum kaupa íslenskar búðir vöruna á sama verði og búðir erlendis. Eina sem getur réttlætt hærra vöruverð eru hærri flutningsgjöld og síðan álögur ríkisins.
Björn Heiðdal, 31.8.2008 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.