25.10.2008 | 20:13
Aukin miðstýring.
Merkilegt að eina lausn Samfylkingarinnar á vandamálum íslensku þjóðarinnar er að heimta meira skrifræði og miðstýringu! Heimta að ófæddar kynslóðir Íslendinga gangi erlendum valdhöfum á hönd. Er þetta ekki jafn ómerkilegt og skuldsetja þjóðina með bankasukki til næstu 50 ára?
Aðildarviðræður við ESB strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viltu vera svo vænn að rökstyðja mál þitt. Ef þú getur það ekki er þetta tómt blaður.
Björn Heiðdal, 25.10.2008 kl. 21:11
'Eg vil taka undir þetta með Birni. Hún er furðuleg þessi ESB umræða Samfylkingar núna. Og Jón, það er lágmarkskrafa að þú rökstyðjir allar fullyrðingarnar sem þú hefur látið frá þér fara að undanförnu um ESB-aðild. Viltu ekki líka útskýra fyrir okkur hvernig þú sérð fyrir þér lífið á Íslandi þegar þú hefur afhent það Draumasambandinu og Bretar, Þjóðverjar og Frakkar ráða hér öllu og við sjálf engu. Það verður nú fínt fyrir Bretana að fá loksins aftur aðgang að fiskimiðunum sem við rákum þá út úr með blóði svita og tárum á sínum tíma, en þú virðist nú svo ungur að þú veist líklega ekkert um það mál.
Viðar (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 22:23
Það er auðvelt að rökstyðja það sem Jón segir; miðstýring er ekki meiri innan ESB heldur minni, t.d. þurftum við að færa grunnskólana frá ríkinu niður á sveitarstjórnarstígið þegar við tókum upp EES samninginn vegna nálægðarreglu ESB sem kveður á um að allar ákvarðanir skuli taka á eins lágu stjórnstígi og þykir gáfulegt - einsog að sveitarfélög reki skóla en ekki ríkið.
Það dæmi sýnir okkur líka ágætlega hversu mikið við erum í sambandinu; langflestir ráðherrar Íslands vinna innan fulls lagaramma Evrópusambandsins og ekki heyrir maður þá kvarta yfir skrifræði! Það er í raun bara þeir ráðherrar sem stjórna því sem þarf mest að breyta, landbúnaðar og fjármálaráðherra, sem þurfa minnst að fara eftir Evrópusambandslögum og gerðum því EES samningurinn nær ekki til þeirra - það eru þau 20% af gerðum sambandsins sem við eigum eftir að taka upp.
ESB er ekkert draumasamband, en þegar við metum þetta út frá hörðum efnahagslegum rökum þá er mjög hagkvæmt fyrir Ísland að ganga þar inn. Bretar fá engan aðgang að fiskimiðunum - það er hrein lýgi. Það hefur verið ljóst fyrir alla þá sem hafa nennt að fylgjast með að við Íslendingar munum sitja ein að fiskveiðiauðlindinni okkar eftir aðild rétt eins og nú, mæli með bókinni "Gert út frá Brussel" ef þér langar að kynna þér það betur.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 02:22
ESB gengur ekki út á meira vald handa sveitarstjórnum. ESB gengur ekki út á lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Fínt dæmi um þetta er svokallaðar Lissbon sáttmáli sem leiðtogar ESB vildu ekki leggja undir þjóðaratkvæði. Í eina landinu sem það var gert hafnði þjóðin sáttmálanum.
Ef ég skil Jónas rétt vill hann leggja niður íslenska ríkisvaldið og láta Sarkozy í Brussel og Gísla Martein í Reykjavík stjórna sér. Glæsileg framtíðarsýn þó ég sé henni algjörlega ósammála. ESB vill vera ríkjasamsteypa með miðstýrt framkvæmdavald. Lissbon sáttmálinn gengur í þessa átt.
Jónas virðist líka hafa meiri áhyggjur af þingmönnum en venjulegu fólki á Íslandi. Hann má alls ekki hugsa til þess að þeir þurfi að semja lögin sín sjálfir. Hann vill miklu frekar fá þau send í tölvupósti frá Brussel. Ingibjörg Sólrún er víst algjörlega óhæfur löggjafi.
Reyndar er það með alveg ólíkindum að hlusta á Alþingismenn heimta að Brussel sjái alfarið um alla löggjöf og jafnvel framkvæmdavald á Íslandi. Hvað ætla þessir aulabárðar að gera. Fara á atvinnuleysisbætur? Allt tal um fleiri blóm í haga handa almenningi og meira lýðræði við inngöngu í ESB er lýðskrum af verstu sort.
Ég skora á Jónas að kynna sér mannkynssöguna. Öll ríkjasambönd ganga út á völd og áhrif fyrir fáa einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þetta er ekkert nýtt og ESB er bara enn eitt dæmið. Þú hefur greinilega fallið kylliflatur í áróðursgryfjuna og átt langt í land með að sjá hlutina fyrir það sem þeir eru.
Björn Heiðdal, 26.10.2008 kl. 12:29
Þú skilur greinlega ekki Jónas rétt Björn; Öll lönd Evrópusambandsins eru sjálfstæðar þjóðir með sjálfsákvörðunarrétt og þing! Við störfum t.d. nær algjörlega innan lagaramma Evrópusambandsins hér á Íslandi (eða 80%). Ég er bara að hugsa um heimilin og launafólk þegar ég kalla eftir Evrópusambandsaðild, því að verðtrygging á tímum þessarar ógurlegu verðbólgu mun knésetja heimilin - en hún verður ekki afnumin án þess að losna við krónuna.
Þú skilur bara ekki hvernig Evrópusambandið fúnkerar ef þú heldur að það setji öll lög fyrir aðildarlöndin sín! Stjórnsýslan hér á landi mun breytast lítið sem ekkert við inngöngu í ESB.
Auk þess er mjög dónalegt af þér að vera gera mér upp skoðanir, segja mér að ég hafi ekki kynnt mér hlutina nóg og hafi fallið í áróðurgryfjur. Þú ættir kannski að líta þér nær, enda ekki stoðir í raunveruleikanum fyrir sumu því sem þú ert að segja.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 15:59
ESB er að breytast! Það er þróun þar í gangi eins og annarstaðar. Að halda öðru fram er dónalegt af þér:) Það er allt í lagi að heimta alheimslögreglu og alheimsstjórn en að gangast ekki við skoðunum sínum er pínulítið óheiðarlegt. Þess vegna segi ég að þú ert annaðhvort fylgjandi miðstýringu og valdaþjöppun eða ekki. Ef þú ert fylgjandi miðstýringu áttu bara að segja það hátt og snjallt.
Ekki fela þig bakvið gamla ESB. Lissbon sáttmálinn og það sem kemur á eftir honum á ekkert skylt við lýðræði og sjálfstæðan ákvörðunarrétt þjóða. Þetta er ég búinn að kynna mér nokkuð vel.
Ef þú ert með lýðræði, þjóðaratkvæðagreiðslum um umdeild mál o.s.fr. þá er illilega búið að blekkja þig af áróðursmaskínu ESB. Hefur það aldrei hvarflað að þér að stjórnmálamenn og aðrir framapotarar ljúgi að kjósendum. Ljúgi að þér svo ekki fari milli mála hvað ég er að meina!
Björn Heiðdal, 26.10.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.