7.11.2008 | 04:19
Sonur hryðjuverkamans í Hvíta húsið!
Samkvæmt frétt í Haaretz mun sonur hryðjuverkamans stjórna öllum innanhúsmálum í Hvíta húsinu eftir valdatöku Obama. Margir telja þetta vera góðar fréttir fyrir allt friðelskandi fólk í heiminum og alveg sérstaklega araba í Palenstínu. En Rahm Emanuel er sonur Benjamin M. Emanuel sem gat sér gott orð í hryðjuverkasamtökunum Irgun. Þessi samtök stóðu fyrir árásum á araba í Palenstínu frá árunum 1931 til 1948. Samtökin drápu araba til að byrja með en réðust síðan líka á breska friðargæsluliða sem voru staddir í Palenstínu til að tryggja frið og vernda almenna borgara.
Rahm Emanuel er kallaður af vinum sínum Rahmbo sökum hversu árásargjarn hann er og kjaftfor. En margir bandarískir álitsgjafar telja skipun Rhams í embætti starfamannstjóra Hvíta húsins til marks um áherslu Obamas á að keyra stefnumál sín fram af fullri hörku og án málamiðlana. Rahm er strangtrúaður gyðingur sem þjónaði í ísraelska hernum í Persaflóastríðinu árið 1991. Þessi reynsla hans á eflaust eftir að koma að góðum notum í samskiptum Bandaríkjana og Ísraels.
Rahm hefur ekki bara reynslu af ísraelska hernum hann var líka stjórnandi í Dresdner Kleinwort fjárfestingabankanum áður en hann fór á þing árið 2002. En þessi banki hefur verið leiðandi í kaupum og sölu á "carbon credits" og séð um ýmis mál tengd rússneskum olíufyrirtækjum. Stuttu eftir að Rahm hætti hjá bankanum fóru nokkrir starfmenn bankans í mál við hann sökum kven fjandsamlegrar starfsmannastefnu.
Þeir sem halda að Obama muni breyta stefnu Bandaríkjanna eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum. Með stríðsglaðan strangtúaðan Ísraela með reynslu í alþjóðlegu fjármálabraski sem sína hægri hönd er sú von draumur einn. Sennilega á sá draumur eftir að verða að martröð fyrr en seinna.
Obama ræðir við fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn, þú sko misskilur þetta. Það eru aldrei hryðjuverk nema þegar óvinir Bandaríkjanna og Breta framkvæma þau. Ef það eru vinir, þá er það frelsisbarátta!
Marinó G. Njálsson, 7.11.2008 kl. 08:18
sæll
Hérna er færsla frá þér dagsett
31.3.2007 | 11:03Nostradamus og USA.
Þetta er nú nokkuð gaman að sjá þetta í öðru ljósi og 18 mán seinna!
Andkristur mundi aldrei fæðast sem allslaus svartur svertingi í svörtustu Afríku miklu líklegri kenning er að hann fæðist í voldugu landi og yrði síðan leiðtogi þjóðar sinnar. Réttur maður á réttum stað sparar tíma.
Nú þarf að lesa þessa bók greinilega aftur m.t.t. atburðanna sem eru liðnir!! (þýðir ekkert að skoða það fyrirfram vegna torlæsis)
All truth passes three stages:
First, it is ridiculed,
Second it is violently opposed
Third, it is accepted as being self-accepted
~Arthur Schopenhauser
Leifi Óskarz (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:16
Þó að faðir Emanuel hafi vissulega verið viðriðin hryðjuverkasamtökin Irgun þá er fáránlegt að sonurinn verði látinn gjalda fyrir syndir föðurins. Svo er einnig þvæla að Rahm Emanuel sé strangtrúaður gyðingur, flestir gyðingar, sérstaklega í Bandaríkjunum eru ekki strangtrúaðir, flestir m.a.s. trúleysingjar.
Hins vegar er vissulega hægt að hafa áhyggjur af ofsafengnum stuðningi Rahm Emanuel við Ísrael. Vonandi hefur hann lært eitthvað og gæti e.t.v. hjálpað til að fá Ísraelsstjórn að samningaborðinu. Maður verður að vona, þó vissulega gefi sagan ekki tilefni til bjartsýni.
Guðmundur Auðunsson, 7.11.2008 kl. 14:06
Þú ert minnugur að muna eftir þessari færslu hjá mér. Ég skal viðurkenna að þetta með svertingjan passar ekki alveg en Obama er bandarískur í húð og hár.
Sæll Guðmundur, ég er sammála að syndir feðranna eiga ekki að skipta máli. En samkvæmt því sem ég las þá er Rahm Emanuel mjög trúaðar og iðkar trú sína undir handleiðslu Rabbía. Hann tekur þetta eitthvað fastari tökum en t.d. Steven Spielberg eða Woody Allen.
Björn Heiðdal, 7.11.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.