Bónus kaupir Samfylkinguna

Eins og allir ættu að vita þá hefur Bónus opnað nýja búð í sama húsi og Samfylkingin er með höfuðstöðvar sínar.  Ekki veit ég hvort þessi svokölluðu stjórnmálasamtök gáfu leyfi fyrir þessu en ef svo er þá sýnir þetta mikla fyrirlitningu á kaupmanninum á horninu.  Spurning hvort Bónusfánamaðurinn príli upp á Samfylkinguna og setji réttan fána þar?
mbl.is Kaupmenn þrauka fram yfir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sjúkt hjá þér.  Við í Samfylkingunni erum ekki að vinna fyrir Bónus heldur fólkið í landinu.  Jón og Jóhannes hafa gert svo marga góða hluti fyrir Ísland að þú ættir að skammast þín með svona tal.  Þeir hafa aukið samkeppni og lækkað vöruverð til neytenda.  10-11 er gott dæmi um ódýra búð með góða þjónustu.

Ingibjörg Snævars (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:25

2 identicon

Já, eru þeir alveg heilagir þeir bónusfeðgar????Þeir komu líka Glitni á hausinn ásamt fleiri fyrirtækjum???????Já, en það er allt í lagi vegna þess að þeir hafa átt lágvöruverslun í Reykjavík.

Dísa (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Fyrirgefið, er 10-11 gott dæmi um ÓDÝRA búð?????

Mér hefur reynst flest þar dýrara en í söluturnum

Baldvin Jónsson, 29.11.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

En annars sé ég ekki tengslin milli Samfylkingarinnar og þess að Bónus opni nýja búð

Baldvin Jónsson, 29.11.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylkingin og eigendur meirihluta verslunar á Íslandi eru órofa heild.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.11.2008 kl. 12:02

6 identicon

"10-11 er gott dæmi um ódýra búð með góða þjónustu."

ROFL ! Vá ekkert smá lituð af svínasúpuni !

Ég bara skil ekki af hverju fólk hættir ekki að versla við þessa menn ! þeir hafa mergsogið okkur í mörg ár !

Er í lagi að kaupa dóp ef það er ódýrt ? NEI !

En af hverju er þá í lagi að versla við bónus 10-11 of hagkaup ???

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 12:14

7 Smámynd: Einar Baldursson

Fyrirgefið en hvernær gerðist það að 10-11 varð ódýr búlla maður lappar þarna inn og kemur ut hálf gjaldþrota ef maður kaupir nokkar hluti

Einar Baldursson, 29.11.2008 kl. 12:46

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Mér finnst það frekar fáránlegt að höfuðstöðvar Samfylkingarinnar séu hinum megin við kókhillu í nýjustu Bónusbúðinni. 

Björn Heiðdal, 29.11.2008 kl. 18:36

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hæfir kjaftur skel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.11.2008 kl. 19:12

10 identicon

Kaupir, nei á Samfylkinguna. Þar er ekki á ferð “blá höndin” eða Davíðs menn hér er “bleika höndin” við stjórn með “götustrákum”, sérstaklega í liði með forsetanum og Samfylkingunni.
Hver feldi fjölmiðlafrumvarpið og tryggði einokun á fjölmiðlum á Íslandi sem auðveldaði plottið? Hverja studdi Jón Ásgeir, triljónkrónuskuldarinn fyrir síðustu kosningar? Hverja kallaði Jón Ásgeir til sögunnar þegar Glitnir var yfirtekinn? Hann á að hafa kallað til “sína menn” um miðja nótt þar á meðal viðskiptaráðherran “sinn”, Björgvin Sigurðsson já og Lúðvik Bergvinsson...
Hver gladdist yfir því að Jón Ásgeir var næstum sýknaður í Baugsmálinu þar sem ríkið af miklum vanefnum fór gegn ofureflinu. Já það var sjálfur Össur sjálfur sem gagnrýndi þetta allt saman á sínu “góða bloggi” og stór hluti þjóðarinnar tók undir þennan söng. Fjölmiðlafyrirtæki Jóns Ásgeirs. Rauð sól. lógóið fyrir Samfylkinguna.

Ég var aldrei neitt upp á “bláu höndina” en “bleika höndin” hún er að mér virðist ennþá ennþá spilltari og verri. Já og saman eru þær bleikt og blátt, minnir á tímarit eitt sem var og er kannski ennþá gefið út.

Gunnr (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:32

11 Smámynd: corvus corax

Ábending (til Heimis L. Fjeldsted ofl.) um rétta notkun málshátta og orðtaka: Það er skelin sem hæfir kjaftinum en ekki kjafturinn skelinni. Hæfir kjafti skel, eða hæfir kjafti skörðug skel. Einnig er þetta máltæki haft hæfir skel kjafti

corvus corax, 29.11.2008 kl. 19:43

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Veit ég vel corvus en þar er auðveldara að hæfa kjaftinn skelinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.11.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband