Lexus á útsölu?

Fyrir tveimur árum í miðju lánabrjálæðinu festi ég kaup á notuðum Lexus fólksbíl.  Bíllinn var mjög lítið keyrður og í algjöru toppstandi.  Eitthvað hafði gengið illa að selja hann hjá umboðinu en það stoppaði mig ekki því sölumaðurinn lofaði að það yrði ekkert mál að skipta honum upp í annan bíl næst.  Nú liðu tvö ár og smá bankahrun með tilheyrandi vandræðum hjá bílasölum.

Eftir endalausar auglýsingar á notuðum bílum á góðum kjörum fæ ég þá hugmynd að skipta mínum upp í stærri og hentugri bíl.  Með viðkomu í einni sjoppu er ég loks mættur á Nýbílaveginn.  Þar tekur á móti mér skælbrosandi sölumaður.  Hann lyftist úr sæti sínu þegar ég tilkynni honum fyrirætlan mína.  Eftir smá skoðun finnum við fimm ára jeppa sem mér líst vel á.

Eitthvað minnkað brosið hjá honum þegar ég sagðist vilja skipta gömlu græjunni upp í.  Eftir smá tölvupikk var mér tilkynnt að ásett verð á mínum væri 4100þ en jeppinn væri á 3470þ.  Þeir ætla að borga 600þ kall á milli hugsaði ég í nettu bjartsýniskasti.  Ekki alveg sagði sölumaðurinn.  Við tökum þinn bíll upp í á 3200þ!  Jæja, hugsaði ég.  200þ á milli er bara sanngjarnt fyrir allt umstangið og kakóið úr Selecta vélinni sem var þarna líka.

Svo var bílinn settur í söluskoðun þar sem hann lækkaði um nokkur hundruð þúsund vegna hluta sem voru að honum þegar ég keypti hann.  Hann var líka lækkaður um 150þ fyrir slitinn dekk og að hann ætti eftir að fara í stóra skoðun hjá þeim.  Svo horfir sölumaðurinn á mig með algjörlega áhugalausum augum og segir.  Fyrir tveimur árum hefðum við borgað þér á milli ef þú hefðir viljað ódýrari bíl en í dag viljum við fá 770þ úr veskinu þínu.

Að þurfa að borga 770þ á milli bíls sem er verðlagður á 4100þ og bíls með ásettu verði 3470þ er frekar mikið. 

 


mbl.is Ætla að kaupa hundruð bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig datt þér í hug að kaupa þér Lexus þetta er bara Corolla í jakkafötum og hræðilegir í endursölu en haldið uppi af umboðinu sem einhver lúxus vara.

tman (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:27

2 identicon

Ég verð nú að vera ósammála þér þarna tman. Ég hef ekið bæði Corollu og svo Lexus og það er töluverður munur þar á. 

emmi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:47

3 identicon

tman, keyrðu góðan Lexus og komentaðu svo! Veist greinilega lítið um málið.

lexman (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:26

4 identicon

Þú ættir bara að finna þér miklu dýrari jeppa, Húmmer eða LandCurser 200.  Þú borgar enn á milli, en færð meira stál fyrir peninginn

Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:02

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Það var nú hugmyndin svona næstum því.  Sölumaðurinn tjáði mér í miklum trúnaði að þessi bíll færi á svona c.a. 2.000.000 ef þá einhver fengist til að kaupa hann. 

Björn Heiðdal, 16.1.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband