Kostnaðarsöm mótmæli

Ráðamenn landsins hafa meiri áhyggjur af kostnaði við þrif á sóðaskap mótmælanda en afleiðingum bankahrunsins.  Kostnaður upp á milljónir er stórmál en skipulagður þjófnaður á milljörðum er "björt framtíð" eins og Ágúst Samfokksmaður orðaði það svo skemmtilega í einhverju viðtalinu fyrir bankahrunið.  Össur, Ingibjörg, Davíð, Halldór, Geir og Grani notuðu öll tækifæri til þess að lofsama bankaræningjana og töluðu mikið um alla skattana sem þeir áttu að vera að borga í ríkissjóð.  Lítið fer fyrir þeim aur í dag.

En kannski er stærsti brandarinn í þessu öllu sá að margir telja að um eitthvert klúður sé að ræða.  Ríkisstjórnin hafi bara verið sofandi eða illa upplýst um stöðu mála.  Þessari greiningu er ég algjörlega ósammála.  Ráðamenn voru vitandi vits að stela peningum sjálfir og hjálpa vinum sínum.  Reglur voru settar eða ekki settar sem gerðu svínaríið mögulegt.  Rei-klúðrið svokallaða er ágætt dæmi um þessa spillingu.  En þar áttu menn eins og Björn Ingi og allir topparnir hjá Orkuveitunni að fá hlutabréf í þessu nýja útrásarævintýri.  Fá hlutabréf í eignum OR og lánum sem íslenska þjóðin ábyrgðist í gegnum bankakerfið.  Allt án ábyrgðar og áhættu fyrir þá sjálfa, að sjálfsögðu!

 


mbl.is Rætt um efnahagsmál á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hætta bara að þrífa þennan kofa

Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband