7.2.2009 | 05:04
Leifur töfratyppi
Gamli maðurinn þokaðist hægt niður heimkeyrsluna til að taka á móti nýju eiginkonunni frá fjarlæga landinu. Hún var dökk yfirlitum og alls ekki ólík myndinni sem hún hafði sent honum fyrir stuttu. Nefið var eins og flöt pönnukaka með smá vörtu. Það var eins og guðirnir hefðu gefið því epískt yfirbragð svo að engin gleymdi andlitinu á Adoru Svitak. Í fyrndinni fyrir svo óralöngu hafði Adora Svitak verið barnastjarna og látið ljóst sitt skína en ekki í dag.
Bærinn hjá Leifi en svo hét gamli maðurinn var ekki fögur bygging. Kannski hafði þetta einhverntíma verið reisulegur bær en sú tíð er löngu liðin. Leifur var bóndi af gamla skólanum. Til að halda á sér hita í mesta skammdeginu hafði hann átta rollur í betri stofunni. Þar fengu þær að jappla á sínu heyi í friði fyrir hinum rollunum sem Leifur geymdi í útihúsinu. Þessar átta rollur voru hans ær og kýr ef svo má segja. Ekki það að þetta væri neinar kýr eða afbrigðilegar rollur heldur þótti Leifi óskaplega vænt um þær.
Á sunnudögum voru bakaðar pönnukökur með öllu tilheyrandi. Eitt af því sem Leifi líkaði hvað best við sveitina var hversu stutt var í allt sem skipti máli. Eggin fékk hann úr hænunum sem áttu heima í eldhúsinu undir vaskinum. Mjólkina úr Báru belju sem hafði eignað sér baðherbergið. Sú staðsetning skapaði ákveðin vandamál fyrir Leif. Hann var nefnilega hættur að baða sig nema fyrir brúðkaup og jarðarfarir í sveitinni.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 121943
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.