ESB er velferðarbúð

Vissur þú að ...

... ef við tökum upp evru getum við hætt að hafa áhyggjur.

... Íslendingar eru sérstaklega velkomnir í ESB.

... ný aðildaríki hafa alltaf fengið allt sitt fram í aðildarviðræðum.

... andstæðingar ESB gagnrýna það til skiptis fyrir of mikla

    miðstýringu og of litla miðstýringu.

... ESB er partur af Evrópu.

... almenn skynsemi og kvennréttindi eru í forgangi.

... styrkjakerfi ESB hentar íslenskum konum í bændastétt mjög vel.

... sjóðakerfi ESB bíður eftir að styrkja aldraða og öryrkja á Íslandi.

... allar aðildarþjóðir ESB eru sammála um stefnu sambandsins!

... ESB vill þjóðaratkvæðagreiðslur um sem flest mál og fer eftir

   niðurstöðum þeirra.

 

Ekkert stopp bara ESB!


mbl.is Skylt að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta hlýtur að vera eitthvert djók

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

OK, þetta er djók, hlaut að vera

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 23:05

3 identicon

hmmm

Hvað skildi það vera sem allar þjóðir vantar?

Gæti það kannski verið fiskimið, orka og landrými.

Hverju í ósköpunum heldur fólk að ESB sé að sækjast eftir

Heimir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:17

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég gleymdi nokkrum atriðum.

... vextir munu lækka mjööög mikið.

... verð á innfluttum sokkum lækkar líka mjöööög mikið.

... verð á íslensku vatni í búðum lækkar mjöög eða jafnvel mjööög mikið.

... aðild að byggðaáætlun ESB mun fjölga atvinnutækifærum á Reyðarfirði 

    og nágrenni Helguvíkur mjög mikið.

... Fullveldi Íslands eykst mjöög mikið við inngöngu og lýðræði líka.  Því við

    fáum 5 fulltrúa á Evrópuþingið og aðild að ráðherraráðinu.

... innganga mun skapa yfir 3000 ný störf í túlkaþjónustu og hjá Hollustuvernd ríkisins.    

Björn Heiðdal, 28.4.2009 kl. 23:21

5 identicon

Þetta er stolið beint upp úr kosningabæklingi Samfylkingarinnar "Velferð er okkar styrkur".  Geta andstæðingar Jóhönnu ekki látið hana í friði meðan hún bjargar okkur inn í ESB.  Hún er sú eina sem getur bjargað þjóðinni frá glötun.  Allir muna eftir húsbréfakerfinu sem gerði fólki kleift að eignast sínar eigin íbúðir á bestu markaðskjörum sem í boði voru.  Allt tal um að Ísland missi fullveldi við fullveldisafsal er tóm della.  Við munum fá meira fullveldi og lýðræði með inngöngu í ESB með t.d. upptöku evru og lægri vöxtum á matvæli og annan innflutning.  Verð á neysluvörum og innfluttum bifreiðum mun stórlækka.  T.d. mun Audi A4 lækka úr 5.000.000 í fimm milljónir og eina krónu.  Sjónvarpstæki sem kostar 100.000 krónur í dag mun kosta hundraðþúsund + ESB skattur eftir inngöngu.  Þetta kalla ég lækkun og sannkallaða kjarbót handa fátækum íslenskum heimilum. 

Sigurjón (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:30

6 identicon

Keep it up :P

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband