8.5.2009 | 01:01
Samfylkingin doing kinky stuff.
Ég er orðinn hundleiður á að reyna að koma vitinu fyrir fólk sem vill ESB handa börnunum sínum. Það kallar mig afturhaldssegg, einangrunarsinna, kvótagreifa og margt fleira sem lýsir mér ekki neitt. Ég á engan kvóta eða þekki einhvern sem á kvóta. Ég er heldur ekki með einhverja útlendingafóbíu eða veit ekki hvað internetið er. Málefnaleg umræða er ekki til í orðabók hjá þessu vel meinandi fólki. Ef ég spyr afhverju mun matarverð lækka á Íslandi við inngöngu þá er engu svarað. Ef ég spyr hvernig upptaka evru eftir 5-10 ár styrki gengi krónunnar í dag er fátt um svör. Þegar ég spyr um innihald Lissbon sáttmálans þarf ég að útskýra fyrir ESB fólkinu hvar Lissbon er á landakortinu.
Eitt helsta tromp Samfylkingarinnar í þessari ESB eða ekki ESB umræðu er skortur á samráði. ESB nennir ekki að tala við okkur eða hlusta á. Lausnin er að gerast fullgildur meðlimur og ganga um með fullri reisn. En er þetta rétt mat á stöðu EES ríkja gagnvart ESB. Er ekkert hlustað á þau? Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra um Ísland á innri markaði Evrópu er það alls ekki svo. Ísland og hin EFTA/EES löndin hafa góða aðkomu að málefnum ESB sem snerta þau. Þó EES samningurinn taki t.d. ekki á utanríksmálum þá hafa EFTA ríkin og ESB með sér samráð. Það fer fram á ráðherrastigi og halda utanríkisráðherrar EFTA fundi með utanríksráðherrum formansríkjanna og fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar og ráðherraráðsins.
Í skýrslunni segir einnig: "Hvað hið fyrra snertir þá tryggir EES-samningurinn að íslenskir fulltrúar og sérfræðingar njóta sömu stöðu og fulltrúar og sérfræðingar aðildarríkja ESB að því er varðar þáttöku í undirbúningi framkvæmdarstjórnar ESB á tillögum að löggjöf á gildissviði EES-samningsins. Felst þessi þáttur gjarnan í þátttöku í nefndarstarfi undir forystu fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar. "
Ísland er líka fullgildur meðlimur í Schengen samstarfinu svokallaða. Innganga í ESB mun ekki auka eða breyta áhrifum okkur í því samstarfi. Allt tal um áhrifaleysi er algjörlega villandi og á ekki við nein rök að styðjast.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fínn pistill hjá þér, Björn.
Þú hefur ferska talsmátann, kannski einhver vakni upp af svefni!
Jón Valur Jensson, 8.5.2009 kl. 01:11
Það má kannski við þetta bæta að t.d. Ingibjörg og Árni Páll í Samfylkingunni eru algjörlega sammála þessu mati ef ég man rétt. En samkvæmt þessari skýrslu sem ég vitna í þá gildir samráðið ekki um þau atriði sem við ráðum sjálf yfir. En Ingibjörg vill að Ísland afsali sér þessum rétti til að þurfa gera hagsmunabandalög við t.d. hin Norðurlöndin og kannski Eystrasaltsríkinn í einhverri innbyrðis baráttu innan ESB. Ísland og vinir á móti Ítalaíu og Þýskalandi. Ísland og Danmörk á móti Bretlandi. Ísland og hinar smáþjóðirnar á móti Framkvæmdastjórn ESB.
Björn Heiðdal, 8.5.2009 kl. 01:37
"Já, það er betra að hafa þetta undir contról!"
hugsuðu kommissararnir upphátt, og Ingibjörg kinkar kolli.
Jón Valur Jensson, 8.5.2009 kl. 02:28
Góður pistill hjá þér Björn. Ég hef meir að segja verið vændur um útlendingahatur, en ég er giftur erlendum ríkisborgara og konan sem ég var í sambúð á undan eiginkonu minni er líka af erlendum uppruna.
Axel Þór Kolbeinsson, 8.5.2009 kl. 17:29
ESB umræðan er algjörlega innihaldslaus. Það virðist henta mörgum. Lýðræði, EMR II, lægra matarverð, heimskautalandbúnaður o.s.fr. En hvað er á bak við þessi orð. Ekkert sem kemur fram í umræðunni. Hvernig væri að ræða það sem er á bakvið loforðin um lægra matarverð og stöðugan gjaldmiðil.
Veit fólk t.d. að EMR II leyfir allt að 15% sveiflu á gengi í báðar áttir. 85-115. Alveg stöðugt gengi?
Björn Heiðdal, 8.5.2009 kl. 21:28
Sammála Axel í þessu.
Björn Heiðdal, 8.5.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.