Bildenberg bjargar málunum!

Bilderberg funda

Ráðstefna vandræðagemlinga
Heimselítan húkir á grísku lúxushóteli
eftir James P. Tucker Jr.
American Free Press
Móttekið 14. maí, 9:30 EDM

Bilderberg mikilmenninn komu í ljós, óbilgjarnir á svip þar sem þeir stigu úr eðalvögnum sínum fyrir utan Nafsika Astir Palace hótelið í Voliagmeni, Grikklandi.  Þeir komu frá nálægum flugvelli í Aþenu, í lögreglufylgd með vælandi sírennum.  Efnahagsmál heimsins eru efst á dagskrá fundarins.  Þeir munu rökræða hvernig eigi að nýta heimskreppuna og tilbúninginn í kring um "svínaflensuna" til að mjaka fram áformum sínum um heimsstjórn.  Dagskráin hefur lengst, jafnvel þó almenningur sé nú meðvitaðri um fundina.

Heimildarmenn innan samtakanna segja Obama muni fá fyrirskipanir um að reyna aftur að fá Bandaríkin til að taka þátt í alþjóðlega glæpadómstólnum.  Ef þingið staðfestir ICC sáttmálann, þá gildir hann umfram stjórnarskrána og er fær um að ganga gegn þinginu og hæstarétti og þröngva "alþjóðalögum" upp á Ameríku.  Leiðtogar Bilderbergara segjast skilja að þessi viðleitni verði að fara hljótt og án atgangs, vegna þess hve andsnúið þingið hefur verið gegn þessum sáttmála.

Bill Clinton fyrrum forseti, sem árið 1991 sótti Bilderberg fund sem lítt þekktur ríkisstjóri Arkansas og var svo kjörinn forseti 1992, lagði blessun sína á sáttmálann, jafnvel þó prufuatkvæðagreiðsla sýndi að yfir 90 þingmenn voru á móti, þar á meðal talsmenn heimsstjórnar sem voru hræddir við viðbrögð kjósenda sem var gert viðvart um málið af The Spotlight sem er fyrirmynd American Free Press.  Þannig að Clinton vogaði sér ekki að leggja sáttmálann fyrir þingið til staðfestingar, heldur varð hann að bíða betra færis.

Bilderberg á Óbama

En Bilderberg hópurinn á Obama forseta, sem sér sjálfan sig sem "borgara jarðarinnar".  Hann mun beita fagurgala við þá sem eru deigir við að styðja sáttmálann.  Hann mun vonast til að þingið sé jafnvel enn vinstrisinnaðra en eftir kosningarnar 2010.  Markmið hans, sett fram af Bilderberg hópnum, er að sannfæra hið nýja þing (sem tekur við í Janúar 2010) um að staðfesta ICC sáttmálann, seint á laugardagskvöldi, of seint fyrir sunnudagsblöðin og sjónvarpsblaðrara til að gera breytingar á dagskrá.

Þú munt ekki lesa um þetta í Bilderberg stjórnuðum Washington Post, New York Times, Los Angeles Times eða heyra um þetta á stóru hljóðvakamiðlunum.

tucker2

James P. Tucker Jr. er ritstjóri á American Free Press (AFP), þaulvanur fréttahaukur sem eyddi mörgum árum sem stjörnufréttamaður fyrir stærri fjölmiðla í Washington.  Síðan 1975 hefur hann hlotið almenna viðurkenningu innan Bandaríkjanna sem utan, fyrir umfjöllun sína um alþjóðlegar valdablokkir, svo sem Bilderberg hópinn.  Tucker er höfundur "Jim Tucker's Bilderberg Diary: One Man's 25-Year Battle to Shine the Light on the World Shadow Goverment", eða Dagbók Jim Tucker - 25 ára barátta manns við að bregða ljósi á skuggastjórnvöld heimsins.

Þýtt af vef AFP: FLASH! TROUBLEMAKERS CONVENTION


mbl.is Mesta fjármálaáfallið í 35 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha...

Ég ætla undir rúm og læsa að mér...

ólinn (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband