Matador

Venjulegt fólk á Íslandi heldur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi klúðrað málunum og Samfylkingin sofið á verðinum(Davíð Oddsson).  Sama fólk heldur einnig að ESB sé hjálparstofnun fyrir fátækar þjóðir og evran bjargvættur.  En er þetta réttur skilningur á stöðu mála.  Gilda virkilega önnur lögmál á Íslandi en annarstaðar?

Upphafið af núverandi stöðu má rekja aftur til ársins 2001 og fall turnanna.  Í kjölfarið var ódýrum peningum dælt inn í hið alþjóðlega hagkerfi sem þekkir engin landamæri.  Með ótakmörkuðu lánsfé fór fjármálaskriða af stað sem lenti síðan á íslensku þjóðinni í október 2008.  Allir tóku þátt í leiknum og alveg sérstaklega Alþingismenn.  Þeir settu ný lög og afnámu þau gömlu.  Allt til að auðvelda Íslandi að vera með í þessum alþjóðlega leik.  

En hver samdi þetta spil og tilhvers?  Eins og með önnur spil t.d. Matador þá græðir höfundurinn raunverulega peninga en þeir sem kaupa spilið og spila það bara plat peninga.  Þetta er staðan sem íslenska þjóðin er í.  Við höfum spilað Matador í sjö ár og héldum að um raunverulega peninga væri að ræða.  Allir voru ríkir eða alveg að meika það.  Komin fjögur hús eða hótel á alla reiti.  

Á miðnætti síðasta haust kom pabbi inn i herbergið og gekk frá spilinu.  Henti því upp í hillu og sagði góða nótt við þjóðina.  Davíð slökkti ljósin og daginn eftir þegar þjóðin vaknaði var allt horfið.  Engin hús og engir peningar.  Eftir stanlausa spilamennsku í mörg ár situr þjóðin uppi með skuldir.  Við fengum nefnilega lánað fyrir spilinu.  

Aðrar þjóðir eru í sömu stöðu og við Íslendingar.  Þær keyptu Matador og héldu að þannig gætu þær orðið ríkar.  En auðvitað gilda ekki önnur lögmál á Írlandi eða Spáni heldur en á Íslandi.  Matador hagkerfið er jafn verðlaust á Spáni og á Íslandi.  Skiptir engu máli þó bankastjórinn heitir Jack Spam eða Davíð Oddsson.  Þeir einu sem græða á þessu eru framleiðendur spilsins og sá sem seldi okkur það.  


mbl.is Fall Saxbygg fleytir Smáralind í fang ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta er nokkuð rétt hjá þér,Björn.Ég vil samt benda þér á, að stjórn Davíð og Jóns Baldvins, Viðeyjarstjórnin svonefnda, kom á frjálsum flutningi fjármagns við samþykkt EES-samningsins. Þá fór skriðan af stað. Framhaldið vitum við öll.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 17.5.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband