Evrópusamtökin ljúga gegn greiðslu!

Í grein eftir Andrés Pétursson, formann Evrópusamtakanna, sem birtist í Morgunblaðinu í dag heldur höfundur að Agnes Bragadóttir blaðakona láti tilfinningahita stjórna skoðunum sínum.  En hann og aðrir sérfræðingar í málefnum ESB láti stjórnast af staðreyndum og rökum.  Þessi fullyrðing Andrésar á eigin málflutningi og sinna samstarfsmanna er kostuleg.  Því Andrés og vinir hafa hingað til notað óspart hræðsluáróður til koma íslensku þjóðinni eins og hún leggur sig í þjónustustörf hjá Euro Disney.

andresp1.jpgÍ grein sem birtist 2.1.2009 segir Andrés "Ljóst er að formaðurinn er hér að beita gömlum hræðsluáróðri fyrir sig til að gera almenning á Íslandi fráhverft því að ganga í ESB. Sem betur fer áttar meirihluti almennings sig á því að þessi rök standast ekki. Það er nefnilega ekki til neitt sem heitir ein stöðluð atvinnuleysistala í Evrópusambandslöndunum."

Hér er Andrés að vísa í fullyrðingu formans LÍÚ að atvinnuleysi muni aukast við inngöngu Íslands í ESB.  Rök Andrésar gegn þessu eru dæmigerð fyrir launaðan starfmann ESB.  Í staðin fyrir að svara efnislega fullyrðingunni er hún gerð hlægileg með útúrsnúningi.  Hugtakið er bara ekki til í orðabók ESB.  Óþarfi að ræða málið frekar!

En þegar kemur að lægra matarverði þá er komið annað hljóð í Andrési og vini.  Þá er allt í einu hægt að fullyrða að matarverð muni lækka sem og aðrar neysluvörur eins og stendur í bæklingi Samfylkingarinnar.  Þá má bulla og blekkja almenning á Íslandi þó stöðluð tala um matarverð í ESB sé ekki til.  

En hvað eru Evrópusamtökin?  Á heimasíðu samtakanna kemur eftirfarandi fram.

Helstu markmið Evrópusamtakanna:

  • - Að stuðla að skipulegri samvinnu þjóða Evrópu á lýðræðislegum grundvelli í því skyni að standa vörð -um frið, frelsi og mannréttindi og auka gagnkvæman skilning og menningarleg samskipti.
  • - Að starfa að virkri þátttöku Íslands í samstarfi Evrópuríkja. Vinna að útvíkkun og dýpkun samstarfsins með endurbótum á EES samningi og vinna að því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu
  • - Að dreifa upplýsingum og þekkingu um evrópskt samstarf, jafnt um þau samstarfsform sem nú eru við lýði og framtíðarmöguleika í samvinnu Evrópuríkja.
  • - Að láta fara fram athuganir og rannsóknir á málum, sem tengjast evrópskri samvinnu.
  • - Að starfa með öðrum íslenskum og evrópskum samtökum og stofnunum, sem hafa skylda starfsemi með höndum.


Þessi markmið kosta peninga og þeir peningar koma örugglega ekki úr vasa Andrésar nema síður sé.  Árlega veitir ESB tugum milljarða í samtök sem vinna að stefnu sambandsins.  Sem starfsmaður ESB veit Andrés meira um þessi mál en almenningur og hefur því góða aðstöðu til að fá það fjarmagn sem til þarf.  Íslensku Evrópusamtökin eiga því greiðari og betri leiði í vasa ESB en önnur íslensk samtök sem ekki njóta starfskrafta starfsmanna ESB.  Fólk og samtök sem ESB kostar eru ekki að hugsa um hag almennings.  Ekki frekar en sölumaður í kynlífstækjabúð á prósentum!

Fyrir nokkrum árum sagði Andrés Pétursson mér sögu og fleirum sem voru staddir í tíma hjá honum.  Sem starfsmaður ESB þurfti hann að halda fundi með ýsmu fólki.  Til að bjóða fólkinu upp á kaffi og með því var fljótlegra og þægilegra fyrir hann að hlaupa út í búð og borga úr eigin vasa en senda sambandinu reikninginn.  Hvort hann þurfti ekki að fylla út fimm eða sjö eyðublöð með nokkra daga fyrirvari til að fá kaffi og með því í gegnum formlegar leiðir ESB.  En þrátt fyrir þetta líkaði Andrési vistin hjá ESB vel.  

 

 


mbl.is ESB-tillaga lögð fram á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sjá lög um Landráð á síðu minni. Það er skýrt tekið fram að þessi starfssemi er ólögleg að öllu leiti. Berjumst gegn ESB sinnum.

Valdimar Samúelsson, 25.5.2009 kl. 16:56

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Alveg magnað hvað ESB umræðan snýst lítið um innihald en þeim mun meira um staðlausa stafi og áróður.  Starfsmönnum ESB er fullkomlega fært að halda sig við staðreyndir.  En til hvers að skjóta sig í fótinn þegar þú getur stungið súkkulaði upp í litla svanga munna og fengið þá heim með þér án þess að mamma og pabbi vita. (mjög málefnlegt;)

Björn Heiðdal, 25.5.2009 kl. 17:47

3 identicon

Andrés er greinilega á sama plani og íslensku bankaræningjarnir.  Honum finnst í lagi að ljúga að íslensku þjóðinni sjálfum sér og vinum til hagsbóta.  Skammastu þín Andrés!

Guðmundur (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 17:49

4 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ég held að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur séu eina Ríkisstjórnarúrræðið í þessari stöðu.

Samfylkingin virðist komin í hlutverk þeirra sem drápu Snorra Sturluson á Sturlungaöld af því að hann vildi ekki selja Ísland í hendur Noregskonungs. Það er ekki hægt fyrir Íslenska fullveldissinna að vinna með slíkum flokk, sama hvar þú stendur á vinstri-hægri skalanum.

Vilhelmina af Ugglas, 25.5.2009 kl. 19:25

5 identicon

    ÁFRAM ÍSLAND !                                                                                         

   EKKERT ESB- RUGL !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 07:52

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Andrés og Jón Baldvin voru saman á fundi Heimssýnar þar sem Norðmennirnir sem má ekki kalla sérfræðinga héldu tölu.  Það eina sem þeir höfðu áhuga á að vita var hvaðan Nei til EU fjármagn.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.5.2009 kl. 09:11

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

fengi fjármagn átti þetta að vera.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.5.2009 kl. 09:11

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessar vangaveltur segja allt sem segja þarf.  Andrés og vinir hans hjá Euro Disney eru launaðir starfsmenn ESB og þiggja greiðslur fyrir þennan áróður.  Að ég tala ekki um vel launuð störf eftir inngöngu.  Það verður mikil eftirspurn eftir ESB sérfræðingum þegar búið verður að ljúga þjóðina inn í sambandið.  Þekking Andrésar á styrkjakerfi ESB verður gulls í gildi.  Spurning hvort hann sé búinn að panta nýjan Ferrari bíl í staðin fyrir Bens jeppann? 

Tveir rúmlega tvítugir strákar í Slóvakíu settu á stofn ráðgjafafyrirtæki eftir inngöngu landsins í ESB.  Þeir hjálpuðu fyrirtækjum að sækja styrki í sjóði sambandsins og þáðu prósentur fyrir.  Skemmst er frá því að segja að þeir eiga báðir Ferrari bíla núna og flott einbýlishús.  Er Andrés kominn með vatn í munninn?

Björn Heiðdal, 26.5.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband