ESB vil einkavinavæðingu, jibbí.

Loksins, loksins, eitthvað að viti frá Brussel.  Í augum ESB var einkavinavæðing Sjálfstæðisflokksins algjört sökksess.  Því til staðfestingar hefur ESB sett lög sem afnema rétt ríkja til að sinna grunnþjónustu svo sem sorphirðu, rekstur spítala, skóla, sundlauga og jafnvel lögreglunnar.  En allt eru þetta þjónustusvið sem einkaaðilar á EES svæðinu geta sinnt.  Ríki hafa þó leyfi til að sinna löggæslu og læknaþjónustu með undanþáguákvæði.

Maður fengi vatn í munninn ef t.d. Nestle mundi kaupa Landsspítalann og mikið yrði nú gaman að vera stoppaður af 19 ára strák frá Securitas fyrir of hraðan akstur.  Möguleikarnir eru óteljandi þar sem einkaframtakið gæti notið sín til fulls og ríkið borgar.  Maður sér nú alla milljarðamæringanna með heilagan Ólaf kenndan við Samskip fremstan í flokki hoppandi upp og niður af kátínu.  Hann fengi spítalann, Jóhannes í Bónus keypti náttúrlega sundlaugarnar og Pálmi í Fons tæki að sér löggæsluna.  

Síðan myndi Alcoa kaupa Landsvirkjun á útsölu og senda íslensku þjóðinni reikninginn fyrir öllu saman.  Er ekki skynsamlegt að láta ESB eiga sig ef menn þar á bæ eru öfgafyllri í frjálshyggjunni en sjálfur Hannes Hólmsteinn.

 


mbl.is Tilskipun ESB innleidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 121971

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband