Skrítið verð í Krónunni.

Krónan hefur tekið upp einkennilega stefnu í verðmálum.  Svokallaða láttu platast kæri kúnni stefnu.  En hún er þannig að ef í boði eru þrjár bragðtegundir af einhverri vöru þá kostar ein tegundin miklu meira en hinar, allt að 90% hærra verð.  Karmellu muffins frá Myllunni kostaði um daginn um 180 krónur stykkið en súkkulaði muffins bara um 110 krónur.  Allskonar tilboðsvörur í magnpakkningum eru síðan dýrari en sama vara í minni pakkningum og ekki á tilboði.  Neutral sápa er t.d. töluvert dýrari í 5 kg pakkningum en 2 kg pakkningum.  Allskonar sérpakkaðar vörur fyrir krónunna eru síðan jafn dýrar og þær sem ekki eru merktar krónunni þó pakkningarnar séu miklu verri.

Láttu ekki plata þig!


mbl.is Hakk hefur hækkað um 67%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Þetta hef ég séð í öðrum verslunum. Til að mynda stóru pakkarnir af morgunkorni eru stundum með hærra kílóverð en venjulegu pakkarnir, sem þó eru í handhægari umbúðum. Það er ekkert sem segir að þetta eigi ekki að vera svona, en að hefur verið gefið í skyn og dagljóst að verslanir eru að nýta sér það.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 2.6.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er svindl ef engar skýringar liggja að baki.  En næstum tvöfaldur verðmunur á bragðtegundum er vafasamur.  Sérstaklega þegar þessi verðmunur er ekki í öðrum búðum.

Björn Heiðdal, 2.6.2009 kl. 17:16

3 identicon

Er enginn að sjá það að innlenda nautahakkið, íslenska kókið og brauðið sem er bakað í Skeifuni 19 hækkar mest og svo lækka innfluttu vörurnar eins og ávextir og spaghettí.

Var ekki eitthvað gengishrun um daginn og krónan dauð og allt það.  Það er sko þokkalega verið að þjappa mann í skraufþurrt mannopið.

stebbi (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 20:33

4 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Er ekki kominn tími á að snúa uppá hendurnar á verslunum hér og láta þá sýna álagninguna. Það væri hressandi að fá að sjá hvaða krónutala er að fara í reksturinn hjá þessum köppum.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 2.6.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband