5.6.2009 | 14:34
Loksins góðar fréttir.
Loksins fær íslenska þjóðin góðar fréttir sem gleðja verulega. Við þurfum ekki að borga nema rúmlega 650 milljarða og síðan 250 milljarða í vexti. Á móti koma náttúrulega gríðarleg verðmæti í verðlausum hlutabréfum. Alveg kannski margar milljónir eða milljarðar. Restina þarf íslenskur fátæklingur eða almenningur eins og sumir kalla hann að borga. Glæsileg niðurstaða hjá Steingrími og Jóhönnu. Þau lengi lifi, húrra, húrra, húrra!
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn, hvað ætli við þurfum að skúra marga fermetra til að borga þetta ? Sannarlega bjartir tímar framundan !
Loftur Altice Þorsteinsson, 5.6.2009 kl. 14:52
Stefán vertu ekki svona brenglaður og arfavitlaus! Það voru bankarnir sem komu okkur í þetta og þú getur hengt þig uppá það að Davið Oddsson t.d hefði ekki látið Bretana taka sig í ósmurt eins og Svavar Gestsson. Hvílíkar bleyður þessi stjórn og forkálfar hennar, landráð og stjórn ber að víkja!
Baldur (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:58
Þessi listi þinn Stefán er rangur. Á honum eiga að vera: Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Jón Baldvin Hannibaldsson, auk hinna Sossanna í Alþýðuflokknum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 5.6.2009 kl. 15:04
Ætli ég verði ekki um 100.000 ár að borga þetta ef ég byrja strax í dag. Spurning hvort mannkynið verði ennþá til þegar seinasta greiðsla fer fram?
Björn Heiðdal, 5.6.2009 kl. 15:27
Á meðan einn hópur flokksmanna bendir á aðra flokka sem sökudólga færist alþjóðabraskarakerfið nær því að yfirtaka auðlindir landsmanna.
"Divided we fall." WC
Ólafur Þórðarson, 5.6.2009 kl. 15:51
Það sem ég skil ekki er að hvernig er hægt að semja um eitthvað sem er ekki á ábyrgð Íslands, Bretar settu jú hryðjuverkalög á Landsbankann, frystu alla eigur og yfirtóku bankann í Bretlandi og þá hefði ég haldið að ábyrgðin væri þeirra þar sem þetta er jú eignarupptaka Breta á bankanum og það á við bæði skuldir og eignir, alveg furðulegt að bjóðast til að borga eitthvað sem okkur varðar ekkert um.
Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.