Er ASÍ stéttarfélag vinnuveitanda?

Ég held að Gylfi og Vilhjálmur færu létt með að skiptast á starfi.  Þeir eru nefnilega báðir að verja hagsmuni lífeyrirsjóða og stórfyrirtækja.  Þeir segja nánast sömu hluti og Gylfi er meiri segja búinn að raka sig svo Vilhjálmur geti kysst hann almennilega.  Þakkað honum fyrir samstarfið með einum vel blautum rembingskossi.Kissing
mbl.is Halda áfram viðræðum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

ASÍ >> Auðmanns Stétt Íslands.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 21.6.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: GunniS

já ágætt hjá þér að taka eftir þessu. núna er líka fínt ef þú myndir grúska í hvað þessi forsvarsmaður verkamanna hefur verið að semja af fólki í samingum, eins og t.d hvarf það að fastráðning er eftir 3 mánuði í starfi, núna er það 3 ár í starfi. og og sama gildir að þú hefur 3 mánaða uppsagnarfrest eftir 3 ár í starfi. annars hægt að sparka þér með eingum fyrirvara.

 svo ekki sé talað um kaffitímar og matartímar sem búið er að semja af. plús mér sýnist það vera búið að semja það af fólki, að það sé spurt um það hvort það vilji vinna yfirvinnu. á eftir að kynna mér það betur. 

GunniS, 21.6.2009 kl. 23:04

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er einmitt vandamálið.Hér er engin verkalýðsforysta.Bara eigendur ASÍ.

Einar Guðjónsson, 21.6.2009 kl. 23:11

4 identicon

Þetta eru ógeðslegir menn.

Verkalýðshreyfingin er yfirfull af aumingjum.

Þar með talið hinn almenni félagsmaður fyrir að láta þetta yfir sig ganga.

Jón (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 02:45

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég get nú ekki tekið undir það að þessir menn séu að verja hagsmuni lífeyrissjóða þegar þeir vilja taka þá úr tryggri ávöxtun erlendis og henda þeim í vafasamar fjárfestingar á Íslandi.

Gleymum því heldur ekki að hagsmunir lífeyrissjóða eru hagsmunir okkar sem greitt hafa í þá 10% af laununum okkar í áratugi.

Jón Bragi Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 05:42

6 Smámynd: GunniS

jón bragi. ég vissi ekki að lífeyrirsjóðirnir væru í einhverri læstri tryggri ávöxtun erlendis. ég hinsvegar veit með vissu að afi og amma eru búin að fá 10% skerðinu á lífeyrir vegna þess að þessir menn. sem ég veit ekki hverjir eru , og vinna við að sýsla með okkar sparnað, eru búnir að vera að fjárfesta í einhverju helvítis rugli úti í heimi, sem svo hefur farið á hausinn. og þessir menn virðast ekkert skammast sín fyrir að hafa farið svona með lífeyrirsparnað fólks, og sytja áfram í stjórn lífeyrirsjóða eins og ekkert hafi í skorist. og taka fyrir að miljon á mánuðiu ef ekki meira.

sem er sennilega eina af ástæðum þess að þessir sjóðir rýrna , get ekki ímyndað mér annað en það sé hægt að finna ódýrari leið til að gæta þessara peninga. 

GunniS, 23.6.2009 kl. 04:07

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

GunniS. Þessir peningar lífeyrissjóðana eru mér vitanlega ekki læstir þar. Því miður held ég væri rétt að segja, því að það er verið að tala um að taka þá heim og henda þeim í atvinnubótavinnu.

Ég er sammála þér um það að það hefur verið farið illa með lífeyrissjóðina en ég veit ekki annað en að þær fjárfestingar sem gerðar hafa verið erlendis séu í lagi og því vil ég að þær séu þar áfram.

Mér skilst að það séu fjárfestingarnar innanlands sem hafi margar farið á verri veginn og því er ég á móti meiru af slíku.

Jón Bragi Sigurðsson, 23.6.2009 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband