Samfylkingin sér um sína.

Á nýlegum fréttamannafundi sagði Jóhanna Sigurðardóttir að bankarnir hefðu farið of geyst.  Þeir hefðu gert mistök og stjórnendur þeirra hefðu verið sofandi.  Spurð nánar út í ummælin sín sagði forsætisráðherra að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið að láta íslensku þjóðina borga tapið.  Þetta væri ekki gert sökum illsku heldur væri verið að fara eftir ráðleggingum erlendra sérfræðinga og AGS.  Hún vonaði líka að Íslendingar kynnu að meta hærri skatta og vondan mat því annað væri ekki í boði.
mbl.is Fengu milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn gerir aldrei neitt rangt?

Einmitt (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 10:08

2 Smámynd: Elle_

AGS já, að sjálfsögðu.  Getur ekki verið að það sé orðið nokkuð augljóst að lög hafi verið brotin af glæpamönnum?  Ætla yfirvöld landsins aldrei að taka á glæpamönnum eins og gert er í þróuðum löndum?

Elle_, 1.7.2009 kl. 10:47

3 Smámynd: Elle_

Eða eru þetta kannski bara ólög og þá yfirvöldum að kenna að þeir komist upp með að halda peningunum?  Í oktober settu yfirvöld neyðarlög.  Geta þeir ekki sett neyðarlög núna og fellt þennan óheiðarlega samning sem skattgreiðendur munu þurfa að borga fyrir?

Elle_, 1.7.2009 kl. 11:27

4 identicon

Á að innheimta arðinn sem þessi menn greiddu sér vegna eigin hlutafjáreignar í bankanum, eignar sem "greidd" var með hlutafjárlánum sem aldrei verður borgað af. 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 11:49

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hvernig í ósköpunum tengirðu á milli lánveitinga Kaupþings til forstjóra sinna og Samfylkingarinnar sem að þinni sögn "sér um sína" ?

Elfur Logadóttir, 1.7.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband