10.9.2009 | 09:41
Uppfyllir ekki staðla ESB!
Reglur ESB leyfa ekki þessa heimaslátrun. Með inngöngu Íslands í ESB væri komið í veg fyrir alla sjálfsbjargarviðleitni bænda á Íslandi. Það þarf svo sem ekkert ESB bákn til. Íslenskir Framsóknarmenn í öllum flokkum hafa séð til þess að hér hefur ríkt stöðnun í sveitum landsins.
Hrein og ómenguð nautasteik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engin heimaslátrun þarna. Bóndinn sendir nautgripina sína í sláturhús sem vissulega uppfyllir staðla ESB. Bændamarkaðir af þessum toga eru hinsvegar mjög algengir hjá þjóðum Evrópusambandsins. Þú þarft að kynna þér málin aðeins.
Pétur Sig, 10.9.2009 kl. 09:55
Heimaslátrun er ekki heldur leyfð á Íslandi. Víða í Evrópu eru bændur með svona verslanir og ýmsan heimagerðan varning í boði. Ekkert í reglum ESB bannar það svo framarlega að hreinlætisreglum og eftirliti sé fylgt, að því að ég best veit.
Það er stutt síðan að ég var á ferð í Austurríki, Þýskalandi og Spáni þar sem ég fékk osta og aðrar mjólkuafurðir beint frá bónda, einnig pylsur og kjöt! Síðast þegar ég vissi voru þessi ríki í ESB. Að lokum má svo geta þess að þetta kemur stöðlum ekkert við heldur lögum og reglugerðum.
Sigurður Sigurðarson, 10.9.2009 kl. 10:06
Okkar heimagerðu reglur eru stífari en í ESB þannig að þú feilar feitt.
BS (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:17
Líklega á Björn við hluti eins og reglur og umsóknarferlið við að fá að hefja svona búskap, sem er frekar flókinn í löndum ESB. Einnig eru allar reglur varðandi umbúðir mun strangari innan ESB landanna en á Íslandi. Það myndi einfaldlega þýða að þessi framtakssami bóndi yrði að velta þeim kostnaði við að prenta umbúðir á flóknari hátt út í verðlagið til neytenda. Þar er komin ákveðin paradox sem snýr að því að allt matarkyns sé mun ódýrara í löndum ESB en á Íslandi.
Það sló mig sérstaklega þegar ég fór um Kastrup um daginn, og borgaði 70 danskar krónur fyrir eitt miðlungsglas af Carlsberg bjór og danska pylsu. 1500 íslenskar krónur fyrir þetta ruslfæði, sem þó bragðaðist vel. Til samanburðar má geta þess að hægt er að fá pylsu og bjór á Íslandi fyrir ca. 900 kr. og þykir þá dýrt.
Þetta framtak fólksins í Kjósinni er alveg til fyrirmyndar. Sýnir að hægt er að bjarga sér ef viljinn er fyrir hendi. Það þarf ekki alltaf Olle Rehn til að reykja pylsurnar fyrir okkur. Við erum alveg fullfær um að standa í svoleiðis málum sjálf.
joi (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:27
Það væri best ef ferðin inn í ESB væri "ferðin sem aldrei var farin". Allir færu að undirbúa ferðina, bændur með því að gerast samkeppnisfærir, bankar með því að bjóða lán á mannsæmandi óverðtryggðum vöxtum, verslanir með því að leggja ekki 120% á innfluttar vörur.
Á endanum værum við orðin svo vel undirbúin fyrir inngöngu að við þyrftum ekki á inngöngunni að halda.
Kári Harðarson, 10.9.2009 kl. 10:51
Sigurður Sigurðarson: Þú segir heimaslátrun á Íslandi ekki leyfða en það er ekki rétt.
Heimaslátrún bænda er leyfð svo framarlega sem það er til eigin nota.Öll sala á heimaslátruðum dýrum er hins vegar bönnuð.
Það yrði í raun fáránlegt ef bændur þyrftu að senda í sláturhús og kaupa svo vöruna aftur á 70% hærra verði.
Júlíus (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:52
Ef við göngum úr ees þá getum við leyft heimaslátrun og slakað á í regluverkinu. Minni á að Icesave var í boði EES.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.