Dollarinn hrynur samkvæmt sérfræðingum.

Ráðgjafar Obama í efnahagsmálum eru höfundar vandræðanna.  Almenningi er lofað lausn og betri tíð með blóm í haga.  Sjáið alla grænu sprotana sem teygja sig í átt til himins.  Kreppan klárast á seinni hluta ársins 2010 sagði nýi íslenski seðlabankastjórinn.  Hann var náttúrlega að enduróma bandaríska starfsbróður sinn.  En hvar eru þessir nýju grænu sprotar. 

Heimsviðskipti hafa dregist saman um 30%.  Þúsundir flutningaskipa liggja undan ströndu Singapore og bíða eftir grænu sprotunum.  50-70% allra fyrirtækja eiga það á hættu að verða gjaldþrota á næstu tveimur árum.  Skriðan er byrjuð en hvað gerir ríkisstjórn Obama.  Réttir hún t.d. Californiu, áttunda stærsta hagkerfi heims, hjálparhönd.  Aðstoðar hún bílaiðnaðinn eða lítil og meðalstór framleiðslufyrirtæki.  Svar er eitt stórt NEI.  Stjórn Obama dælir fjármunum í banka enda ekki skrítið þegar ráðgjafalisti Obama er skoðaður.

Larry Summers er nú helsti ráðgjafa forsetan í efnahagsmálum.  Hann var forseti Harvard og tapaði 1/3 af fjármunum skólans í áhættusömum afleiðuviðskiptum.  Hann er líka höfundur orðanna "I've always thought that under-populated countries in Africa are vastly underpolluted." Timothy Geithner er annar bankamaðurinn sem forsetinn réð til að "bjarga" málunum.  Timothy var bankastjóri Seðlabanka New York.  Sá til þess að Lehman bankanum var ekki bjargað.  Til þeirra atburða rekja margir fall íslenska bankakerfisins.  Hann sveik líka undan skatti sem virðist hafa gert útslagið um ráðningu hans.

En hvers vegna telja margir að dollarinn hrynji.  Ástæðan er einföld, afleiður.  Ráðgjafar Obama vinna í raun fyrir fjármálastofnanir á Wall Street en ekki kjósendur.  Þessar stofnanir sitja á heilu fjöllunum af fjármálagjörningum sem Obama ætlar að borga með skattpeningum.  Prenta peninga handa vinum sínum sem fellir dollarann og koma almenningi á vonarvol í leiðinni.  Íslenska leiðinn sinnum hundrað eða hvað?


mbl.is Sterkan dollara og sveigjanlegt júan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt.  Thad er svartnaetti framundan í Bandaríkjunum.  Bandaríkin eru thjódfélag sem komid er í throt.

Thegar ríkasta 1% af fólkinu í Bandaríkjunum á naestum 50% af öllum audi thar í landi og flestir Bandaríkjamenn eru eignalausir, thá getur fólk séd ad daemid gengur ekki upp félagslega a.m.k.

Thad er bara tímaspursmál hvenaer thetta hrynur algerlega hjá blessudum Bandaríkjamönnum.

Humbert (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 22:43

2 identicon

Skotheld greining

Georg O. Well (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband