Svín í ESB drullu.

Svo virðist sem unga fólkið í stjórnmálaflokkunum sé eins og svín í drullu.  Elski ekkert meira en að velta sér upp úr henni og sjá ekki skítinn á eigin rassgati.  Anna Pála Sverrisdóttir er ágætt dæmi því hún heldur að ESB sé lausn á vandamálum.  En hvað segja Ungir jafnaðarmenn um kosti aðildar Íslands. (Tekið úr bæklingi UJ)

- Ferðafrelsi.

- Opið land.

- Alþjóðasamstarf.

- Mannréttindi.

- Miklu lægra matarverð.

- Lýðræði hins daglega lífs.

- Auðlindir þjóðarinnar komist aftur í eigu þjóðarinnar.

 

Ekki spyrja mig hvernig ESB eykur lýðræði, ferðafrelsi, lægra matarverð og tryggir eignarhald ríkisins á t.d. óveiddum fiski í sjónum.  Svör óskast!


mbl.is Kreppan eins og prump í eilífðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei ég er mikið búin að hugsa þetta líka.

ferðafrelsi verður  varla meira fyrir íslendina - ESB hlýtur aðeins að hafa áhrif á 'ferðafrelsi' innan Evrópu, ég hef varla þurft að sína passann innan Evrópu síðustu ár. Og núna þegar ég er að ferðast á milli landa á bílnum mínum er ENGINN að skipta sér að mér.

opið land??  Ég veit ekki hvað það þýðir

Ísland er mjög mjög framanlega í mannréttindamálum, komið fram úr flestum þessum ESB þjóðum

Lýðræði? clueless...

og auðlindir aftur í eigu þjóðar, mér skildist að með ESB myndum við missa eign á auðlindum, t.d fiskimiðin.

Það er bara búið að raða saman nokkrum fallegum setningum og vonast til að sem flestir gleypi við þeim án þess að spá í þýðingu þeirra.

Sandra (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 09:23

2 identicon

eða er verið að tala um ferðafrelsi til Íslands fyrir aðra?

Sandra (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 09:25

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Hérna er annað dæmi úr bæklingi UJ sem kallast Jöfn og frjáls.  Rík og gáfuð hefði líka verið ágætt nafn á þennan bækling.

Baldur Þórhallsson sagði mér að Lissbon sáttmálinn tryggði smáþjóðum sex þingmenn og hefði væri fyrir því að taka allar ákvarðanir samhljóða.  Baldur sagði líka að Norðurlöndin væru spennt að fá Íslendinga inn í sambandið til að mynda sterkara mótvægi við stóru þjóðirnar. (Ekki orðrétt en efnislega rétt)

Launaður starfsmaður ESB blandar saman Lissbon sáttmálanum og hefðinni um samhljóða ákvarðanir.  En þessi nýi sáttmáli þýðir að meirihlutinn ráði og samráð sé óþarft.  Ekkert ríki geti stoppað mál sem eru þeim mjög óhagstæð.  Hér er Baldur hreinlega að ljúga!

Tilhvers þurfa Norðurlandaþjóðirnar og þá Ísland alveg sérstaklega að mynda blokk gegn stóru þjóðunum ef allir fá alltaf sitt fram?  Er Baldur að segja að Ísland verði bara í sömu stöðu hvort sem við göngum í ESB eða ekki.  Mér sýnist það.

Björn Heiðdal, 4.10.2009 kl. 09:47

4 identicon

Það eru svín sem eru á móti ESB, Íarar hafa samþykkt Lisbon sáttmálan með miklum meirihluta, na-na-na-na-bú-bú.  Ég hef reynt að útskýra Icesave málið fyrir íslenskum hálfvitum, en þú ert bara einangrunarsinni, öfgamaður og ef þú vilt ekki borga Icesave, þá ert þú þjófur.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 17:20

5 identicon

Veistu Jón Frímann þú ert svo heimskur að það er bara ekki orðum eyðandi á þetta bull!!

Er nafni minn og aðrir fylgjandi honum að málum þjófar ef þeir vilja ekki borga skuldir sem þeir stofnuðu ekki til og þjóðfélaginu er enganvegin skylt að borga? þú vilt kannski útskýra mál þitt?

Einangrunarsinni segiru? Það er enginn að segja að við eigum að hætta að eiga samskipti við önnur lönd, bara svipað og við höfum gert síðust áratugi. Það sem fólk er að segja er að það vill hafa rétt til þess að setja sín eigin lög en ekki einhverjir þýskir, breskir eða franskir plebbar að ákveða fyrir okkur hvernig best er að haga landinu.

Og í guðanna bænum farðu úr landi helvítis auminginn þinn ef allt er svona frábært í evrópu!!!

Björn J (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 21:18

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Grínpersónan J. Frímann skýtur aftur upp kollinum mér til ánægju og yndisauka.  Kannski væri hann til í að útskýra aftur fyrir okkur hálfvitunum þetta Icesave mál?

Björn Heiðdal, 4.10.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband