Hulunni svipt af ESB sinnum.

Ísland er skrítið land með skrítnu fólki.  Ágæt birtingarmynd er allt fólkið sem vill ganga í ESB af mikilli sannfæringu.  Ef einhverjum dirfist að mótmæla er sá hin sami sakaður um útlendingahatur.  Rasisti sem ekki vill taka þátt í alþjóðavæðingunni og fjölmenningarsamfélaginu. 

Stundum reyna ESB sinnar að vera málefnalegir og þá heyrast frasar eins og "Ekki hafa 500 milljónir rangt fyrir sér." og "Ég bjó í Danmörku og hafði það betra en á Íslandi."  Orð sem segja ekkert um stefnu eða stjórn ESB.  Það er líka gott að búa í Túnis og milljarður Kínverja hefur varla rangt fyrir sér heldur?

Síðan er það umræðan um hverjum er mark takandi á.  ESB fólk setur klappstýrur útrásarvíkinganna svokölluðu, starfsfólk ESB og alveg hlutlausa fræðimenn á borð við Eirík Bergmann og Baldur Þórhallsson í hornið sem mark er takandi á.  Í hitt hornið eða skammarkrókinn eru vondu kvótagreifarnir, Davíð Oddsson og aðrir íslenskir frekjuhundar.

Afhverju er ekki hlustað á þá sem þurfa að vinna eftir reglum ESB.  Hlustar Samfylkingin og aðrir sambandsinnar á kvartanir finnska heimskautabóndans eða hvað finnst þeim um náið samstarf ESB og Ísraels.  Ískalt vein bóndans bítur kannski lítið en varla vilja jafnaðarmenn verðlauna kúgun og fjöldamorð með viðskiptasamningum og tollalækkunum.

 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Við erum með spillta útrásarvíkinga en þeir komast ekki í hálfkvisti við okkar spilltu stjórnmálamenn. Þar hefur spillinging grasserað áratugum saman.

Guðmundur Pétursson, 18.10.2009 kl. 05:48

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er nú víst sami pakkinn ef ég skil rétt.  N1 = Bjarni Ben og Framsókn.  Bónus og Samfylkingin.  Hagar og Sjálfstæðisflokkurinn.  Kaupþing og menntamálaráðherra.  Davíð og Björgólfur Thor.  Jón Ásgeir og forseti Íslands.  Aðstoðarmaður Björgólfs og Samfylkingin.  Kjartan Gunnarsson og Davíð Oddsson.  Kjartan Gunnarsson og Landsbankinn.  Björgvin G. + Sigurður G. og Landsbankinn.  Finnur Ingólfs fann fé í mælum OR.  Ráherra úr Framsókn og Íslandsbanki.  REI eða SVEI.

Björn Heiðdal, 18.10.2009 kl. 06:00

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Bendi á að: "vondu kvótagreifarnir, Davíð Oddsson og aðrir íslenskir frekjuhundar" stýrðu Íslandi í 16 ár og tókst að koma allri þjóðinni á vonarvöl og stefna sjálfstæðinu í hættu.

Þótt ESB væri stýrt af apaköttum og múlösnum mundum við vera betur komin í höndunum á þeim.

Annars kemur ESB þessu nákvæmlega ekkert við. Þetta snýst um algera neitun um gjaldmiðil. Mágkona mín í Atlanta getur ekki innleyst ávísun frá Seðlabankanum hér úti upp á rúmar 126 þúsund krónur því þeir díla ekki í krónum. Gaman, gaman.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.10.2009 kl. 06:16

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Davíð gerði krónuna verðlausa í samstarfi við alþjóðlegu bankamafíuna.  Alþjóðlegar kröfur og staðlar sem Ísland tók upp gerðu hrunið mögulegt ef ekki óumflýjanlegt. 

Davíð gefur glæpamönnum bankana og samhliða fá þeir ótakmarkað leyfi til að búa til skuldir/peninga.  Það er ekkert vit í þessu.

P.s. Davíð, ESB, USA, UN eru allt undirstofnanir hjá moldríkri bankaelítu eins og málum er háttað í dag. Skyldu sauðirnir vakna áður en úlfurinn étur þá?

Björn Heiðdal, 18.10.2009 kl. 06:30

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvernig fer íslenskur almenningur að því að losna við óhæfa ESB stjórnendur?

Björn Heiðdal, 18.10.2009 kl. 06:33

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég bý í Danmörku og veit að ESB-sinnar vita lítið um "gæði" þess að búa í ESB landi. Góður pistill hjá þér Björn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.10.2009 kl. 06:42

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Því er hinsvegar þveröfugt farið í Grikklandi sem tekið hefur stakkaskiptum eftir ESB inngöngu. Innanlandspólitíkin og kvótaástin hjá LÍÚ og þeirra kjölturökkum snýst um eiginhagsmunasemi og spillingu á meðan umsókn um ESB aðild snýst um hagsmunamál þjóðarinnar.

Það er leitun að landi sem hefur sýnt sig betur að því sé stjórnað af óhæfara fólki en Ísland. Það land á í raun mest erindi inn í ESB. Andstæðingum ESB er hinsvegar að takast að gera Ísland að svokallaðri "toxic asset" sem er varla tæk í ESB tollasamstarfið.

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband