Glæsileg niðurstaða og vel það!

Steingrímur sagði að mikill varnarsigur hefði unnist og þó Íslendingar hefðu ekki fengið allt fyrir ekkert væri niðurstaðan betri en ekki neitt.  T.d. væri nú hægt að halda áfram skuldsetningu þjóðarinnar í samvinnu við AGS og stuðla að versnandi lífsskilyrðum.  Jóhanna bætti við að sjá mætti fyrir endann á vanda þjóðarinnar snemma á næsta ári og vonaði hún að fleiri yrðu atvinnulausir eða fluttir úr landi.  Bjarni Benediktsson lýsti yfir algjöru frati á frammistöðu ríkisstjórnarinnar og tók skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði geta gert miklu verr ef hann hefði fengið að ráða.  

Væri ekki betra ef stjórnmálamenn segðu það sem þeir hugsuðu svo íslenskir borgarsauðir kysu þá ekki aftur?

 


mbl.is Endurskoðun óháð þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við höfum alla vega ekki tíma fyrir þetta rugl lengur. Ríkisstjórnin er til að taka ákvarðanir og koma hjólunum af stað. Rugl sjalla og framsóknar hefur valdið nægum skaða. 18 ára valdatíð þeirra var okkur dýr lexía

Hulda (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Það skiptir ekki máli hvort glæpamaðurinn er grænn eða rauður.

Björn Heiðdal, 18.10.2009 kl. 21:33

3 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Hulda.

Ekki hefur þessi ríkistjórn tekið góðar ákvarðanir hingað til. Og ekki sé ég betur en hjólin séu ekki bara stopp heldur við það að detta af ef svona horfir áfram.

Ómar Már Þóroddsson, 18.10.2009 kl. 22:00

4 identicon

Þessi ríkisstjórn hefur staðið sig með sóma - hreint frábærlega og ég er kominn á þá skoðun að Steingrímur J. Sigfússon sé mikilvægasti maður landsins. Hann er landsfaðirinn sem við þurfum svo mjög á að halda þó staurblindaðir sjallar sjái það ekki.

fyrrum Sjalli (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 23:01

5 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

það er þessi ríkisstjórn sem sem semur okkur út á gaddin, burt séð frá öðrum ríkisstjórnum. Steingeldur og Lufsa fá á sinn legstein, "þau settu landið á hausinn". Ég er ekki oft sammála Bjarna Ben en hann komst rétt að orði þegar hann sagí að það væri búið að niðurlægja þjóðina í skítinn, allt VG og kvennalistanum að kenna.

Baldur Már Róbertsson, 18.10.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband