Hvernig verða peningar til?

Margir ef ekki flestir standa í þeirri trú að peningar verði til með vinnu og framleiðslu en svo er þó alls ekki.  Þetta gildir nefnilega bara um einstaka fyrirtæki eða einstaklinga.  Peningarnir sjálfir verða til þegar fólk labbar inn í banka og tekur lán.  Bankarnir geta nefnilega búið til peninga úr engu!  Þó gilda um þetta lög og reglur t.d. bindisskildu í seðlabanka o.s.fr.  Þetta kerfi er svo klikkað að það getur eiginlega ekki endað nema á einn veg, hrikalegar skuldir sem kremja hagkerfið. 

Þegar Davíð konungur gaf dæmdum glæpamönnum bankana þurftu þeir ekki lengur að brjótast inn á nóttunni.  Heldur gátu þeir athafnað sig í ró og næði milli níu og fimm á virkum dögum.  Þeir lánuðu sjálfum sér og vinum sínum margfaldann ríkissjóð út á fasteignabólu og ofmetinn hlutabréf.  Þegar kom að skipta þessum tilbúnu peningum yfir í gjaldgenga mynt var boðið upp á svokölluð jöklabréf ásamt erlendum lántökum og í lokinn Icesave.

Forkólfar stjórnmálaflokkanna voru fremstir í flokki enda var leikurinn ekki bara fyrir Björgólf Thor og Bakkabræður nema síður sé.  Sóma fólkið Þorgerður Katrín, Kjartan Gunnarsson og Baldur Guðlaugsson spretta upp án fyrirhafnar.  Ekki má síðan gleyma Framsókn en þar er hægt að benda á alla ráðherrana með tölu.  Lalli Johns er kannski frægasti Samfylkingarmaðurinn en þar á bæ virðast menn hafa vit á að flagga ekki fé framan í fólk og láta ESB fánadruslur duga.

Hagkerfi sem byggir á lántökum hjá einkabönkum hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir er dæmt til að fara hausinn og enda ofan í vasanum hjá þeim sem eiga bankana.  


mbl.is Auknar líkur á breskri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Góð grein.

Hörður Halldórsson, 19.10.2009 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband