21.10.2009 | 09:51
Mannsal í boði Samfylkingarinnar!
Ömurlegt er að horfa upp á þögn og ráðaleysi ráðamanna. En hvað segir Árni Páll um þetta og ESB. Í stuttu máli vill hann meira flæði glæpamanna og minni völd til yfirvalda til að hafa áhrif á hverjir komi til landsins. Fullvalda lönd ráða hverjir koma til landsins en hreppar ekki.
Að vera frjálsborinn maður í evrópskum hreppi
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, boðaði aðgerðir til að sporna við atvinnuleysi og afleiðingum þess, ræddi um aðgerðir stjórnvalda gegn skuldavanda heimilanna, fjallaði um fjárlagagerðina og gerði að umtalsefni aðildarumsókn að Evrópusambandinu í ræðu sem hann flutti á þingi Starfsgreinasambands Íslands sem nú stendur yfir.
Ráðherra sagði í ræðu sinni að ekki mætti draga þann lærdóm af hruninu að alþjóðavæðingin hafi brugðist Íslendingum, heldur fremur að Ísland sé ekki nógu alþjóðavætt. Því hafi íslenskur almenningur verið berskjaldaðri fyrir gönuhlaupum auðjöfra og vondri hagstjórn en almenningur í nágrannaríkjunum. Aðild að Evrópusambandinu er sú aðgerð sem íslensk launamannastétt þarf helst á að halda til að losna úr helsi innlendrar forréttindastéttar og öðlast eigin borgararétt í íslensku samfélagi.
Góður maður orðaði þessa hugsun eitthvað á þá leið að betra væri að vera frjálsborinn maður í evrópskum hreppi en að vera hirðfífl smáfursta á Íslandi. Eftir hrunið líður okkur mörgum sem hirðfíflum smáfursta í viðskiptalífi og stjórnmálum. Við þurfum að bindast samtökum um að binda enda á þær aðstæður. Barátta fyrir alþjóðavæddu atvinnulífi og samvinnu við nágrannaríki er hin nýja stéttabarátta vorra tíma barátta okkar fyrir öruggri lífsafkomu, áhrifum og jafnrétti.
Ráðherra lagði áherslu á að atvinna og efnahagslegur stöðugleiki sé forsenda þess að fólk geti staðið skil á sínu. Nýkynntar bráðaaðgerðir eigi að tryggja öllum sem voru í skilum fyrir hrun að þeir geti verið það áfram: Áhætta af verðbólgu og gengisfalli verður færð frá fólki til bankanna. Greiðslubyrði mun ráðast af launaþróun en ekki verðlagi. Við höfum líka lagt mikla vinnu í að koma á samræmdu verklagi milli lánastofnana, eignarleigufyrirtækja, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs um meðferð erfiðra skuldamála. Í því ferli verður tekið á þeim skuldamálum sem almennar aðgerðir duga ekki til að leysa og þar verður búinn til einfaldur farvegur til að endurskipuleggja, færa niður og afskrifa skuldir.
Ráðherra sagði framhald aðgerðanna felast í því að taka á skuldamálum fyrirtækja svo þau geti staðið í skilum og haldið fólki í vinnu. Hann sagði jafnframt glímuna við stórfellt atvinnuleysi vera næsta stórverkefni þar sem nú séu um 7.200 manns sem verið hafa atvinnulausir til lengri tíma, áætlað sé að tala langtímaatvinnulausra verði komin í 9.000 við árslok og meðaltalsatvinnuleysi verði þá um 10%:
Við þurfum að tileinka okkur algerlega ný vinnubrögð til að takast á við þetta ástand. Við þurfum að tryggja fólki fjárhagslegan ávinning af launavinnu og styðja langtímaatvinnulausa til aukinnar þátttöku í samfélaginu. Til þess þurfum við að kalla til verka alla þá sem hjálpa vilja og búa til fjölbreytt verkefni fyrir atvinnulausa. Við erum nú að vinna tillögur að bættum úrræðum og munum leggja fram frumvarp sem gerir okkur kleift að takast á við þetta mikla verkefni nú á haustþingi. Við höfum átt gott samstarf við verkalýðshreyfinguna í þessum efnum og hlökkum til að eiga það áfram.
Mansal, þjófnaður og fjársvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er illa sagt. Mansal, þjófnaður og fjársvik eru ekki í boði nokkurs flokks. Við höfum bara ekki verið á varðbergi gagnvart glæpum af þessu tagi. Hinsvegar getum við alveg sagt með sanni að ástand þjóðar okkar í dag er í boði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hafa verið við völd síðustu tvo áratugi. Ekki ætla ég heldur að fríja þann flokk sem ég hef kosið ábyrgð. Þeir höfðu tækifæri til að stoppa óráðsíjuna nokkrum mánuðum fyrr, en ákváðu að vera í hlýjunni á stjórnarráðsheimilinu.
Ég mun kjósa VG næst ef Ögmundur verður til friðs.......
Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.10.2009 kl. 11:02
Samtryggingin og Samspillingin eru systurflokkar. Engin munur á stjórn landsins bara umbúðum.
Björn Heiðdal, 21.10.2009 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.