Ég skráði Jóhönnu í Sjálfstæðisflokinn.

Eftir allt gjammið í heilagri Jóhönnu um ást, lýðræði og ESB ákvað ég að skrá hana í Sjálfstæðisflokinn.  Þar getur hún tekið þátt í að mynda bandalög með óvinum Davíðs og haft raunveruleg áhrif á stefnu flokksins.  Tekið til máls á landsfundi flokksins og stýrt hópavinnu um réttindi blökkufólks.  Hún gæti jafnvel séð um veitingarnar ef hún er í stuði.

Með sína reynslu væri hún líka tilvalin í starf framkvæmdastjóra flokksins.  Séð til þess að allir borgi reikningana sína.  Gengið milli fyrirtækja og sníkt pening fyrir hverjar kosningar.  Því Jóhanna kann sko betur á símann en margur annar í flokknum.  

Nú kann einhverjum að þykkja þessi ráðstöfum hjá mér ólýðræðisleg og ekki sjálfgefið að hæstvirt Jóhanna taki þessu mjög vel.  Við þá vil ég segja að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla kæmi vel til greina.  Þá fengist úr því skorið á lýðræðislegan hátt hvort þessi ráðstöfum væri í lagi eða ekki.

Ég var svo ánægður með þetta framtak hjá mér að ég pantaði eina pizzu með pepperoni og skinku.  Þegar kom að því að borga bað ég um að reikningurinn yrði sendur heim til Jóhönnu.  Henni er síðan auðvitað velkomið að biðja um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hún þurfi að borga pizzuna.

 


mbl.is Aukið samstarf smærri aðildarríkja mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Björn, æfinlega !

Gott framtak; hjá þér. Verði þér; Ítala fóðrið (pizzan), að góðu.

En; ertu nú ekki, búinn að koma þér endanlega, út úr húsi, hjá Hjálmtý frænda þínum, með þessu þarfa framtaki ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Varla, fyrst allskonar einræðisherrar fá að vera í náðinni ætti ég að geta flotið með án fyrirhafnar.

Annars er bara fyndið að hlusta á suma ESB sinna gaspra um einingu ESB og allir eigi að leika sér saman.  Í næstu setningu er talað um að mynda bandalög og verja einhverja prívat hagsmuni einstakra landa eða svæða. 

Björn Heiðdal, 28.10.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband