CCP eyðileggur æsku Bretlands!

Það verður vart litið undan þeirri staðreynd að tölvuleikir skemma æsku þjóða.  Þeir stuðla að félagslegri einangrun, ofbeldi og trufla matartíma.  Krakkar eru hættir að leika sér saman og sitja bara á rassinum fyrir framan tölvuskjáinn.  Skjótandi hvort annað í hausinn eða keyrandi yfir gamlar konur í Grand Theft Auto. 

Íslenskir bankamenn með Björgólf Thor í fararbroddi fóru rænandi og ruplandi um bankainnistæður aldraðra öryrkja og hjálparsamtaka í Bretlandi.  Ófædd börn eiga eftir að lifa í fátækt vegna Icesave og vildarvina Sjálfstæðisflokksins og Ingibjargar Sólrunar.  Heilu kynslóðirnar fara í ruslið og glæpi.

Það er því eins og að sturta salti í sárið þegar CCP selur óhörðnuðum breskum unglingum tölvuleiki.  Kunna þessir menn ekki að skammast sín.  Vilja þeir bendla íslensku þjóðina enn og aftur við vafasama iðju svo ekki sé meira sagt.  Eitt stærsta vandamál Breta er lélegt uppeldi á börnum sínum.

Fastir matartímar heyra sögunni til og allur agi líka.  Tölvuleikir hafa m.a. stuðlað að þessari þróun og ofbeldisleikir með CCP í fararbroddi eru alveg sérlega hættulegir.  Í sýndarheimum CCP læra krakkar að myrða og drepa hvort annað.  Svindla og stela án réttlætis eða samkenndar.

Ekki meir, ekki meir!

 baby_gun.jpg

 


mbl.is CCP ræður 180 manns árið 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit um dæmi þar sem barn lamdi pabba sinn fyrir að slökkva á tölvunni.  það vildi frekar spila tölvuleik en borða matinn sinn.  Vonandi tekst CCP ekki að skemma fleiri fjölskyldur og börn!

Sigrún H. (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Njáll Harðarson

Spurningin er hefur þú eitthvað vit á tölvuleikjum Björn?

CCP er eitt af fáum tölvuleikjaframleiðendum sem ekki leggur áherslu á ofbeldi í leikjum eins og td. EVE.

Kynntu þér leikinn áður en þú dæmir.

Hinsvegar er það rétt að heimurinn hefur breyst mikið, börn fara ekki út að leika sér eins og áður fyrr. Tölvur og sjónvarp voru ekki til þegar ég var að alast upp.

En af því að þú nefnir Bretland þá get ég ekki orða bundist. Þar gengur allt út á drykkju og kynlíf hjá unglingunum. Þeir eru svo uppteknir af því hversu mikið þeir ætli að drekka um helgina eða hversu marga þeir sænga að annað kemst varla að. Dæmi eru um að útlendingar eins og td. Pólverjar og Pakistanar senda unglinga sína heim til föðurlandsins svo þau fái almennilega menntun.

CCP er ekki að eyðileggja æsku Bretlands. Þetta veit ég vegna þess að ég hef búið í Bretlandi síðastliðin 10 ár. Sjálfur spila ég EVE og WOW svona þegar ég er einhverri biðstöðu, ég gæti glápt á sjónvarp eða skroppið í golf, en það er bara ekki það sem mig langar til að gera. Ég annast mínar skyldur framar öllu, tölvuleikur er auka. Svona smá adrenalín.

Gerður þér greiða og leiktu EVE í einn mánuð, held það sé ókeypis fyrstu vikurnar meðan verið er að húkka þig :)

Njáll Harðarson, 2.11.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er sjálfur fórnarlamb og veit þess vegna um hvað ég er að tala! 

Björn Heiðdal, 3.11.2009 kl. 08:58

4 identicon

Ég hef spilað tölvuleiki frá því að ég man eftir mér. Oft kemur ofbeldi við sögu, enda sér það okkur fyrir spennandi efni og virðist aldrei ætla að verða þreytt. Enda fer það ekki á milli mála, hvort finndist þér meira spennandi, að leysa Sudoku þraut, eða lenda í raunverulegri skotárás? Þú kýst kannski Sudokuið ef það er það sem þú hefur áhuga á, en það getur enginn neitað því að skotbardaginn er mun meira spennandi. En allt fer þetta nú eftir skilgreiningunni á ofbeldi. Tökum sem dæmi fjölspilunar hlutverkaleiki á netinu. World of Warcraft og Eve Online sem dæmi, þar kemur ofbeldi nánast ekkert fram; WoW er með öllu laus við blóð og limlestingar, og í EVE sérðu sérðu aldrei fólk, heldur ertu sjálfur geimskip sem fer í stríð við önnur geimskip. Sé ekki hvernig það á að geta skemmt fólk og gera þau að "fórnarlömbum" eins og þú kallar það.

Þetta á kannski við um [18+] siðferðislega brenglaða leiki sem lenda í höndunum á litlum krökkum sem skilja þá ekki og aðlaga þessa brenglun að sínum eigin hugsunarhætti, en hinn týpíski byssuleikur inniheldur þetta engann veginn.

Ég get sagt að ég er mjög fróður um tölvuleiki af öllum gerðum, og að ég gæti talið á fingrum annarar handar þá leiki sem ég myndi ekki leyfa mínum börnum að spila, en þeir eru allir merktir [18+]. Ekki því þeir sýna blóð, ekki því þeir eru spennandi og tímafrekir, heldur vegna þess að þeir bjóða upp á brenglaðann hugsunarhátt á borð við það að drepa saklaust fólk á hrottalegann hátt eins og í leiknum Manhunt, eða rölta um göturnar og skemma/stela/nauðga/drepa eins og í Grand Theft Auto. (Með því á ég við börn. 16 ára unglingar eru ekki börn. Þegar ég skila af mér 16 ára unglingi, þá ætlast ég til þess að ég hafi alið hann nógu vel upp til að hann eyðileggist ekki á klukkutíma tölvuspili.)

Andlega heilir tölvuleikja spilendur geta sagt þér að þeir eru ekki að hugsa um það að myrða óvininn. Það hvarflar ekki að þér í stríðsleik að þú sért að uppfylla einhverjar sadista langanir með því að myrða þarna fólk í tonnavís. Það er bara ekkert þannig. Þetta fólk er hermenn, þeir komu þangað af fúsum og frjálsum vilja, og það er annaðhvort þeir eða þú. Þetta eru þrautaleikir, prófraun á hugvit þitt og snerpu. Byssan er einungis til staðar því það er margsannað að stríðþemað er einhvað sem einfaldlega heillar okkur og gerir mann nógu spenntann til að maður fái ekki leið á þessu eftir 10 mínútur.

Þetta ætti ekki einu sinni að vera umræðuefni, passið bara hvað krakkarnir eru að spila. Ef að leikurinn er siðferðislega véfengjanlegur, ekki þá leyfa barninu þínu að spila hann. Ég hef heyrt margt skrautlegt, eins og: "Hann spilar hann nú bara samt!".  Já er það? Hver er foreldrið? Ert þú það máttlaus á þínu eigin heimili að þú hefur ekkert um það að segja hvort einhver krakki á tölvu og spilar leiki sem þú hefur bannað honum að spila? ÞÚ ÁTT HEIMILIÐ. Kræst, að þessi hugsunarháttur sé til staðar í foreldrum er jafn vel meiri brenglun en tölvuleikirnir sem þeir hafa áhyggjur af.

Kjarni málsins er sá að ef þú nýttir tímann þinn á þessum, tjah, segjum 12 árum sem barnið hefur lifað, þá ætti það ekki að fara á milli mála hvað er rétt og rangt. Ef ekki, þá ber þér að hafa alvarlegar áhyggjur. Ef þú trúir því hreinskilnislega að þú hafir skilað siðferðis lexíunum af þér gallalaust, en barnið þitt skaddast samt andlega af tölvuleikjum, þá er einhvað alvarlega bilað í huga þess til að byrja með (ekki af völdum leikjana, heldur kemur bara skýrt í ljós við notkun þeirra) og hvet ég þig til að leita sálfræðilegrar hjálpar fyrir barnið.

Oft koma upp samskiptavandamál, sem oftar en ekki má rekja til fáfræði foreldrana. Það er varla þeim að kenna, enda voru tölvuleikir engann veginn eins stór partur af þeirra æsku. Sama hver þú ert, sama um hvað þú ert að tala; ef þú hefur ekki kynnt þér það þá skaltu bara ekkert tjá þig. Ég hvet alla foreldra til að skoða leiki barna sinna. Í alvöru, takið frá hálftíma af ykkar lífi til að setjast niður með börnunum ykkar og fá að prófa leikina þeirra. Er það of mikil fórn? Hvort er líklegra að gerist á þessum hálftíma, að leikurinn éti úr þér sálina, eða þú eyðir smá tíma með börnunum þínum og sýnir þeim langþráðann áhuga með því að koma inn á þeirra áhugasvið, og um leið gera skyldu þína sem foreldri og kanna eðli efnisins sem barnið er að innbyrða. Svo dæmir þú um það sjálf/ur hvort þitt barn hefur þroskann í að spila þetta eða ekki.

En já, hvað kemur allt þetta CCP við? Ekki neitt, skal ég segja þér. Ég held ég geti sagt með fullvissu að þú hefur aldrei nokkurn tímann spilað EVE Online, því annars værirðu ekki að beina þessari vitleysu að þeim. EVE er mjög svo afslappaður leikur sem þú getur skilið við nánast fyrirvaralaust í flestum tilfellum, og þar kemur sama sem ekkert ofbeldi fram, heldur færðu umfram allt hagnýta þjálfum á huganum, svo sem í formi ábyrgðarfullra stjórnunarstarfa, pólitík, hagfræði, ágreiningi á milli spilara í fullkomlega frjálsum heimi sem kemst hvað næst raunveruleikanum í mannlegum samskiptum, og almennt mannbætandi praktíska siði, því þessi leikur er flóknari en flestir og krefst af þér þolinmæði og hugvits. Þú kemst ekki langt í EVE Online með því að lemja á lyklaborðið og vera með frekju. Þú þarft að hafa vit í kollinum. Ef ég vildi þjálfa mitt barn upp í að verða einhvað í framtíðinni, þá myndi ég frekar reyna að láta það spila EVE en einhvað annað, því þar er látið reyna á þig, annað en þessi hugsunarlausa(en annars góða) skemmtun sem skotleikir hafa upp á að bjóða.

Það að þú kallir þig fórnarlamb segir mér ekki að þú skemmst af tölvuleikjum. Það segir mér að tölvuleikir hafi með ströngum andlegum kröfum sínum varpað ljósi á vandamál sem var nú þegar til staðar.

Hafðu það gott.

- Alexander

(Ég vinn ekki hjá CCP eða neinu öðru fyrirtæki eða félagi sem ber hagsmuni tölvuleikja fyrir brjósti.)

Alexander (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 12:28

5 identicon

Svo má benda á að meðalaldur Eve spilara er 27 ára svo ég veit ekki hvort við getum kallað þetta æsku heimsins...

Finnur (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 18:06

6 Smámynd: Hannes

Það að kenna tölvuleikjum um vandræði barnsins er heimska og er afsökun vanhæfra foreldra sem gera sér ekki grein fyrir því að það er eitthvað annað að sem ýtir barninu í að flýja raunveruleikan. 

Það hefur oftar en einu sinni verið reynt að kenna tölvuleikjum (manhunt) um morð sem unglingur framdi en við nánari skoðun þá þurfti krakkinn á geðlæknaaðstoð eða sálfræðiaðstoð að halda og það sama á við um þá sem fremja glæpi eftir mikla tölvuleikjaspilun. Það var ekki tölvuleiknum að kenna heldur það að barninu leið illa eða átti við vandamál að stríða.

Það eru margir leikir sem eru ekki við hæfi barna og þeir eru vel merktir. Ég er með nokkra leiki sem ég spila fyrir framan mig og þeir eru merktir 3+ til 18+ og það ættu allir sem kaupa leiki fyrir barn að sjá strax fyrir hvaða aldurshóp leikurinn hentar.

Hannes, 3.11.2009 kl. 20:11

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég vil þakka öllum fyrir sitt innlegg í þessa mikilvægu umræðu.  Þó Alexander orði hlutina ekki með sama hætti og ég þá sýnist mér hann vera sammála um skaðsemi tölvuleikja.  Hvort EVE online sé betri eða verri en GTA eða umferðateppan í Jita meira pirrandi en eitthvað annað skal ósagt látið.

Björn Heiðdal, 3.11.2009 kl. 21:16

8 identicon

Ég skil ekki hvernig þú fékkst það út að ég væri á nokkurn hátt sammála þér. Svo það fari ekki á milli mála; mér finnst tölvuleikir uppbyggilegir frekar en skaðlegir, með undantekningum sem telja má á annari hendi. Að kenna tölvuleikjum um lélegt uppeldi og fyrirfram gallaða einstaklinga er ekkert annað en svívirðuleg fáfræði. 

Ég held að þessi misskilningur stafi af því að skaðinn sem var þegar skeður kemur svo vel í ljós við spilun tölvuleikja. Rétt eins og líkamleg fötlun einstaklings er meira áberandi ef þú sérð hann á hlaupum en ef hann sæti kyrr. Mætti þá draga sams konar ályktun; að íþróttir valdi fötlun í annars heilbrigðu fólki?  Enga vitleysu.

Alexander (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 03:03

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Of mikið álag á líkamann er hættulegt sérstaklega fyrir börn.  T.d. er ekki mælt með kraftlyftingum eða vaxtarækt fyrir börn og unglinga.  Einn og einn tölvuleikur skemmir ekki neitt en langvarandi notkun marga klukkutíma á dag er stórskaðleg.  Og það er þannig sem krakkar spila leiki, marga klukkutíma alla daga.

Með því að segja að tölvuleikir séu ekki skaðlegir heldur hljóti viðkomandi krakki að vera eitthvað skrítinn fyrir lýsir ákveðinni afneitun.  Afneitun á að uppeldi hafi nokkurn tilgang.  

Björn Heiðdal, 4.11.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband