Heitt vatn lúxus!

Á nýlegum fundi í stjórn OR kom fram að heitt vatn og rafmagn væri lúxus.  Íslendingar væru hreinlega orðnir of góðu vanir.  Hér á öldum áður þurfti fólk að reyða sig á táfýlu af hvort öðru til að halda á sér hita.  Vel kæmi til greina að taka upp þessa gömlu og góðu siði til að nýta orku landsins betur.  Orkuna sem sparaðist mætti síðan selja til álvera undir kostnaðarverði.  Þannig mætti stuðla að varanlegri fátækt og umhverfisvænum lífsstíl.  Fulltrúi VG í stjórn OR fór síðan lofsamlegum orðum um þessa nýju umhverfisvænu stefnu fyrirtækisins og fannst Sjálfstæðisflokkurinn sýna mikið hugrekki.  Í lok fundarins bætti fulltrúi Sjálfstæðisflokksins við að Orkuveita Reykjavíkur væri stöndugt  og vel rekið fyrirtæki með litlar skuldir.  Undir þetta tóku allir og klöppuðu sjálfum sér lof í lófa.
mbl.is Lánshæfi OR í ruslflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki rétt að vísa í fundagerðina af umræddum fundi áður en það er farið að kasta einhverju fram?

OR-vinur (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 11:04

2 identicon

Einhver sagði að það besta við Ísland væri hreina loftið og tiltölulega ódýrt lúxusvatn. Verður það þannig að við sem höfum haft þetta sem svona sárabót fyrir einangrun og erfitt veðurfar, missum brátt þessi hlunnindi okkar vegna græðgi fárra manna?

merkúr (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband