Bónusbúð með Hagkaupsverð.

Kostur er vel staðsett búð í hentugu húsnæði.  Innréttingar passa við hugmyndina.  Það er vítt til lofts og nóg pláss.  Búðin er líka snyrtileg og vel skipulögð.  En vöruúrvalið er lélegt og verðin allt frá því að vera þokkaleg yfir í stjarnfræðilegt rugl.  T.d. er afar lítið af ódýrum dósamat í boði.  Ora og Del Monde á verði sem er 50% hærra en í Bónus eða jafnvel Nettó.  Brauðdeildin fær tvo hillu fermetra og samlokubrauðið kostar 400 kall.  Hver át síðan flatkökurnar og kleinuhringina?

Sullenberger hefur greinilega þurft að borga þrefalda frakt fyrir sápugáminn því 10 kílóa magnpakkning af amerísku sápududufti kostar næstum 5000 kall.  Á mörgum stöðum vantaði verðmerkingar sem gerði allan verðsamanburð ónákvæmari.  Djúsdeildin var greinilega sett í skammarkrókinn við hliðina á brauðdeildinni og verðin á Trópí 50% hærri en hjá t.d. Bónus.  3*250ml kostuðu vel yfir 300 kallinn og Brassi var á sama eða hærra verði en í Hagkaup.  

Ég varð fyrir vonbrigðum með úrvalið og verðin.  Hvers vegna Sullenberger flytur ekki inn djús frá t.d. Kína eða Póllandi og lætur sérmerka sér er mér hulin ráðgáta.  Allavega getur hann ekki keppt við nafna sinn, Jón Ásgeir, með því að versla við heildsölur sem hann á.

 

 img_2496.jpg

img_2483.jpg

 


mbl.is Um 5000 lögðu leið sína í Kost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Hvernig á að keppa við mann sem fékk lán fyrir öllu því sem hann keypti og getur svo ekki borgað þegar að skuldadögum er komið? Jón Ásgeir og co. blóðmjólkuðu sín fyrirtæki og skuldsettu þau í botn og létu síðan lánin falla á íslenskan almenning. Krónutalan á þeim reikningi er ansi há á hvern einstakling og því ekki vitlaust að setja það inn í reikninginn þegar menn bera saman vöruverð.

Svo er virkilega verið að íhuga að leyfa honum að afskrifa stórar skuldir Haga og leyfa honum að halda áfram rekstrinum með meirihlutaeign. Æðstu stjórnendur bankanna (Kaupþings ef ég man rétt) neita því amk. ekki og því full ástæða til að ætla að svo verði.

Ég sjálfur geri mín innkaup í Krónunni með góðri samvisku!

Margeir Örn Óskarsson, 15.11.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samt er Bónus dýrasta keðja á EU mælikvarða sem getur haldið upp Hagkaup og fleiri fyrirtækjum í kreppunni [24 tíma á sólarhring]. Er þetta spurning um að setja í álagninguna í bankavextina sem almenningi er boðið hér á landi?

Júlíus Björnsson, 15.11.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Krónan er skrítin búð.  Þar kosta hlutir stundum 50% meira en næsti hlutur við hliðina frá sama framleiðanda.  Krónan stundar blekkingar til að hafa fé af fólki.

Björn Heiðdal, 16.11.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband