Fullar fyllibyttur.

Guðmundur er ekki einn af betri hagfræðingum landsins.  Hann er heldur ekki sérlega gáfaður þó vinnsluminnið virðist vera með ágætum.  En þegar kemur að heilbrigðri skynsemi er fátt um fína drætti.  Maðurinn skiptir um skoðun eins og gamla konan í Keflavík um nærbuxur.  Fyrst heimtar hann AGS og alla þá dýrð.  Síðan þegar Davíð er farinn út úr húsi er stefna AGS alveg stórhættuleg.  Eitt sinn sagði Guðmundur að það væri jafn víst að Ísland gengi í ESB og rigningin.  Ári seinna var hann ekki jafn viss.

Hvað sem stefnufestu Háskólamannsins líður þá er Arnþrúður algjör api að reka hann.  Það mætti halda að hún haldi að stöðin geti rekið sig með símatímum tímunum saman.  Hún sjálf sé eitthvað númer sem þjóðin nenni að hlusta á.  Ef Guðmundur var sauður í úlfagæru þá er Arnþrúður sauður í sauðagæru.


mbl.is Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst nú helvíti hart af þér að dæma manninn svona. Hvorki nógu góður hagfræðingu né sérstaklega klár. Býst stórlega við því að þú þekkir hvorki mikið til hagfræði né þekkir Guðmund og getur því ekki dæmt greind hans. Týpískt fyrir moggabloggara.

jakob (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Kallinn er hrokafullur sem bendir til mikillar ánægju með eigið ágæti. 

Björn Heiðdal, 17.11.2009 kl. 09:09

3 identicon

Arnþrúður er svo sem allt í lagi, Sigurður G. Tómasson finnst mér ansi... ja, þreyttur.  Hann hefur ábyggilega einhverntíma verið öflugur vinstrimaður en nennir ekki lengur að hafa skoðanir, hann veit sennilega að hans hestur í kapphlaupinu er jafn hel-spilltur og hinir fákarnir og nennir ekki lengur að verja eða ráðast á aðra.  Helst vill hann tala um stangveiði.

Svo eru auglýsingaútsendingarnar þar sem fæðubótaefni eru mærð án afláts.  En þrátt fyrir þetta, þá er saga sennilega skársta útvarpsstöðin í það heila.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband