11.12.2009 | 00:08
Ómar Valdimarsson bullar um ESB
Margir halda að ESB sé góðgerðastofnun fyrir duglega Evrópubúa. Ómar Valdimarsson er í þeim hópi en Ómar hefur víðtæka reynslu af hjálparstarfi. Hann er nefnilega sendifulltrúi Rauðakross Íslands. Í gegnum starf sitt hefur Ómar þurft að tileinka sér nýja siði og kynnast framandi menningu. Sjálfsagt hafa ferðalögin gert hann opnari fyrir erlendum áhrifum og allir fundirnir gert hann spenntari fyrir skriffinsku og þrasi.
Í beinu framhaldi af reynslu sinni telur Ómar að Íslandi sé best borgið í ESB. Því þar á bæ kunna menn til verka. Engin afdalamennska þar á ferð og eins og kemur fram í nýlegri blogfærslu Ómars þá er umsóknarferlið þegar byrjað að hafa jákvæð áhrif. Nú fáist réttar tölur um stöðu landbúnaðar á Íslandi en ekki lélegur áróður frá "samansúrruðum sérhagsmunagæsluhópi" bænda. Fagfólkið í Brussel mun ekki láta íslenska NEI fólkið komast upp með neitt múður.
Ómar tekur nú reyndar fram að honum þyki íslenskt smjör og lambakjöt gott. En hann er alveg gargandi reiður yfir þeim 11-12 milljörðum sem bændamafían fær í styrki frá ríkinu. Það myndi nú eitthvað heyrast í almenningi ef t.d. álbransinn fengi álika styrki eða aðrar atvinnugreinar. Síðan endar fulltrúinn á þessari setningu hérna. "Það er nefnilega ekki bara upphefð vor sem kemur að utan, heldur líka flestar umbætur."
Miðað við skoðanir Ómars á styrkjum til bænda er nokkuð ljóst að Rauði kross Íslands heldur ekki sérstök námskeið um CAP né ESB. Hér virðist Ómar láta hreina ímyndun duga við að mynda sér skoðun. Því ESB hefur í gegnum tíðina gengið út á landbúnaðarstyrki til franskra bænda sem Bretar borga að miklu leyti. Kerfi sem hyglar stórbúum á kostnað smærri býla og kostar skattgreiðendur óheyrilega peninga. Eiginlega allt sem Ómar segist vera á móti.
En svona er þetta hjá JÁ-fólkinu. Það segir já við öllu ef orðið ESB kemur fyrir í setningunni. Ertu á móti styrkjum til íslenskra bænda? Já! Ertu þá með styrkjum til íslenskra bænda ef ESB borgar? Já! Og þannig mætti halda lengi áfram. Ragnar Reykás hefur eignast hér verðugan keppinaut í Ómari Valdimarssyni. Vonandi er þetta bara grín hjá honum líka.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 121987
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, - vegir spunatrúða Baugsfylkingarinnar eru órannsakanlegir. "Lygari til leigu" er starfsheiti manna eins og Ómars. Þeir voru í aðalhlutverki fyrir auðrónana og glæpastofnanna fyrir hrun. Þeir eru ennþá í aðalhlutverki fyrir sömu aðila.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 01:49
Þessi vitleysa gengur í ljósum logum í ætt Ómars.
Björn Heiðdal, 11.12.2009 kl. 08:32
Af hverju ert þú ekki í stórhausahópnum, karl minn?
Sjálfur bloggaði ég um annars konar Ómar Valdimarsson HÉR!
Jón Valur Jensson, 11.12.2009 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.