Fallega fólkið í Brussel

Þegar VG var í stjórnarandstöðu fengu þeir uppnefnið NEI fólkið.  Sögðu alltaf nei ef aðrir komu með góðar hugmyndir og voru á móti öllu.  Á móti álverum, á móti bönkum og á móti öllu góðu og vel meinandi fólki.  Stjórnarflokkarnir á þeim tíma lýstu því yfir að ekki þyrfti að ræða gagnrýni VG því þeir væru bara á móti ÖLLU.  Þessi umræða virkaði svo vel að í dag hafa stuðningsmenn ESB tekið hana yfir.  Kalla alla þá sem gagnrýna ESB bara NEI fólk sem er á móti öllu og bæta smá skammti af útlendingahatri við.

Málflutningur Moggabloggarans, Ómars Valdimarssonar, er ágætt dæmi um þetta.  Hann fer mikinn í pistlum sínum og sakar alla sem hafa efasemdir um ESB um neikvæða afdalamennsku.  Í hans huga er dæmið einfalt.  Þú tekur þátt í alþjóðasamstarfi með fallega fólkinu eða lokar þig inni með íslenskum rollum sem skíta á þig við öll tækifæri.  Ómar er á móti styrkjum til íslenskra bænda.  Hann er á móti allri haftastefnu og fylgjandi frjálsum viðskiptum.  Hann er líka á móti spillingu og sí gjammandi stjórnmálamönnum.

En hvað mundi blasa við Íslendingum ef Ómari og félögum tækist að opna gullna hliðið í Brussel.  50 prósent af núverandi fjárlögum ESB fara í styrki til bænda en ekki 1 prósent eins og hjá Íslendingum.  ESB er með tolla á innflutt matvæli og bannar innflutninng á ferskum kjötvörum.  ESB er með fleiri og strangari reglur fyrir atvinnustarfsemi í aðildarlöndum.  Evrópuþingið er með 750 sí gjammandi valdalausa stjórnmálamenn sem ekki borga skatt.  Rúsínan í ESB endanum er síðan öll spillingin sem þrifst við kjötkatlana í Brussel.  T.d. þurfti öll stjórn ESB að segja af sér fyrir nokkrum árum.

Má ég nú frekar biðja um 1% styrki en 50% og 63 þingmenn í stað 750 að ógleymdu 100% völdum í stað 0.5%, kannski.

  eu_president_4101562004133_display_942027.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið, en er ekki dálítill svipur með þessum manni á myndinni og honum Smeagol

Gunnar Rögnvaldsson, 13.12.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Mér finnst hann líkari The Grinch.

Björn Heiðdal, 13.12.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ómar var ágætur þegar flaug flugvél.

Góður pistill og hárréttur. Ég bý nú í ESB landi, Svíþjóð, og það eru blendnar tilfinningar til ESB í dag. Nú vill meirihluti úr ESB. Algjörlega misheppnað mál.

Í eina skiptið sem öll sænska þjóðin reis upp á móti ESB reglugerðarapparatinu, var þegar það átti að banna snus í Svíþjóð. Það lá við borgarastyrjöld. ESB bakkaði, og Svíar fengu að halda snusinu sem er bannað í öllum öðrum löndum. Reyndar líka á Íslandi.

Harðfiskur gæti t.d. verið bannaður á Íslandi, svið, hákarl og kæst skata yrði úrskurðuð sem hættulegt efnavopn.

það er ekkert mál að dreifa fólksfjölda með að henda á það kæstri skötu...kemur í stað táragass...

Óskar Arnórsson, 20.12.2009 kl. 23:50

4 identicon

Golfbróðir þinn Tígurinn Tréhaus:

http://www.noonehastodietomorrow.com/occult/media/1791-1791

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 15:29

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Vá, ég þarf smá tíma til að melta þetta.  Er maðurinn á dópi?

Björn Heiðdal, 24.12.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband