Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það sem Mogginn birtir ekki

bush boltonSamkvæmt frétt NyTimes brutu Bandaríkin gegn vopnasölubanni sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti á Norður Kóreu í október 2006.  Öryggisráðið samþykkti að banna allan útflutning Norður Kóreu á vopnum og skyldu drasli.  En Geroge Bush forseti heimilaði Eþíópíu að kaupa vopn frá Norður Kóreu þrátt fyrir viðskiptabannið.

Það besta við þetta allt saman er að Bolton sendiherra USA hjá UN vissi bara ekkert um þetta fyrr en blaðamaður NyTimes hafði samband við hann.  Það er greinilegt að samþykktir Öryggisráðsins eru ekkert svakalega heilagar þegar Bandaríkin eða Ísrael eiga í hlut.

 


mbl.is Bandarískir embættismenn heimsækja Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefði Bush gert?

Bush forseti lofar að drepa íranska njósnara hvar sem til þeirra næst en Ahmadinejad gefur breskum njósnurum nammi og vasa.  Hver er nú ljóti karlinn?

 

bush as God

mbl.is Hluti af starfi sjóliðanna að afla upplýsinga um Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vændi

Mikið svakalega eru allir refsigraðir.  Dettur bara engum í hug að hjálpa þessu fólki eftir öðrum leiðum.     
mbl.is Mikill meirihluti vill að kaup á vændi verði refsiverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolton klikkar ekki.

Alveg ótrúlegt hjá Bolta kallinum að kalla árás góðvina okkar í Ísrael varnaraðgerð.  Bush, Dick og Bolton reiknuðu með auðveldum sigri Ísraels á nokkrum Hizbollum.  En þetta voru engar vatnsdeigsbollur enda vatn af skornum skammti.

Yfirmenn Ísraels voru búnir að plana árás á Hizbollur sex mánuðum áður en bollurnar stálu og drápu nokkra saklausa hermenn.  Sennilega friðarhermenn.  Planið gerði ráð fyrir loftárásum en litlum landhernaði.  Planið klikkaði, 150 Ísraelar dánir og Olmert kallinn fór í fýlu.

Ég vissi að Olmert og Bush væri alveg skítsama um araba en þeim er greinilega líka skítsama um gyðinga.

 

 


mbl.is Bolton hreykinn af framgöngu Bandaríkjanna í Líbanonstríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta skipti sem Ísrael segir satt.

Fátt ratast rétt úr munni hófsamra stjórnvalda í Ísrael.  Hér kemur þó undantekning sem bendir til þess að Ísraelar séu að vakna upp við vondan draum.  Helstu höfundar stríðssins í Írak eru bandarískir gyðingar sem eiga fjölskyldur og ættingja í Ísrael.  Lord Levy, sérlegur sendimaður Tony Blairs í Mið-Austurlöndum á son sem starfaði fyrir dómsmálaráðherra Ísraels.  Honum fannst stríðið líka góð hugmynd. 

Kannski var þetta góð hugmynd í byrjun.  Losna við helsta styrktaraðila Palenstínumanna og fá smá olíu.  En hverjum datt í hug að láta George Bush stjórna uppbyggingu á landi með 20 milljónum Araba.  Þetta er eins og að ráða Michael Jacksson til starfa sem vinnumann á íslenskum bóndabæ.

Georg of félagar geta ekki einu sinni lagað New Orleans með 500.000 þúsund íbúa. 


mbl.is Ísraelar vara við afleiðingum ósigurs Bandaríkjanna í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er bara að byrja!

Einstaklega hefur tekist vel upp með lýðræðisvæðingu Íraks.  Bara nokkrar milljónir flóttamanna sem ekki kunna að meta þetta nýfengna frelsi og lýðræði.  Vonandi fáum við stuðning Íraka við setu okkar í Öryggisráðinu.
mbl.is 27 féllu í sprengingum og skotárásum í Írak í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband