Færsluflokkur: Lífstíll
15.3.2007 | 16:16
Baugfinger, Goldfinger.
Aðili úr innsta kjarna Sjálfhælnisflokksins sagði mér fyrir nokkrum árum að Jón Ásgeir væri glæpamaður sem þyrfti að taka á.
Þessum sama aðila fannst í lagi að ráðast á Írak til að handsama Saddam. Þó uppgefin ástæða stríðsins væri tómt kjaftæði.
Jón Ásgeir og Saddam eiga greinilega ýmislegt sameiginlegt.
Engir stjórnmálamenn þrýstu á lögreglu áður en rannsókn Baugsmáls hófst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007 | 22:15
Steingrímur, Ingibjörg Sólrún, Björn Bjarnason, Ingvi Hrafn.
Eftir smá yfirlegu á netinu komst ég að því að blog er heimsíða fólks sem hefur lítið að gera eða er að selja sig.
T.d. er Yngvi Hrafn golfari og laxmaður með meiru að selja dónalega munnræpu. Björn Bjarnason ráðherra reynir að selja okkur tóma vitleysu, sem er sú vitleysa sem minnst varið er í. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir selur okkur Evrópusamband. Kannski sú sölumennska skili árangri því lítið gengur að selja dvergana sjö sem eru með henni á framboðslistum.
Vandræði Samfylkingarinnar eru ekki bara tengd Mjallhvíti og dvergunum sjöhundruð. Þau má líka rekja til kynþokka Steingríms græna sem höfðar greinilega til íslenskra kvenna um þessar mundir.
Allt er vænt sem vel er grænt nema Framsóknarflokkurinn. Hvort skyldu fleiri íslenskir starfsmenn klámiðnaðarins styðja Framsóknarflokkinn eða Frjálslynda?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 00:42
Feminismi.
Jæja nú er ég búinn að lesa mér til um hvað feminismi er. Skemmtilegasta formið er svokallaður róttækur feminismi. "Hann" virðist vera í miklum metum hjá Vinstri grænum og gæti orðið ráðandi í samfélaginu ef VG komast til valda nú eftir kosningar.
RF segir að það þurfi að breyta samfélagsgerðinni og best sé að byrja á uppeldi barnanna með því að banna kaup á vændi og nota fléttulista hjá stjórnmálaflokkum. Svokallaðar sértækar aðgerðir.
Frjálslyndur feminismi telur að framboð og eftirspurn eigi að ráða ferðinni. Það sé meiri eftirspurn eftir dökkhærðum konum í stjórnir fyrirtækja en ljóskum. Það beri að hvetja ljóskur til stjórnasetu en ekki setja lög sem skylda öll fyrirtæki að hafa 15% stjórnamanna ljóshærðar konur.
En eitt skil ég ekki alveg, í hvorum hópnum er Ingvi Hrafn laxmaður.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2007 | 22:57
Mamma og ég.
Það hlaut að koma að þessu. Ég vildi ekki vera síðasti Íslendingurinn sem ekki bloggar. Fyrst mamma gerir sig líklega til að byrja á þessum ósóma verð ég bara líka!
Það skal játast að fáfræði mín er töluverð. T.d. veit ég hvorki hvað feminismi né blog þýðir og það truflar mig. Vonandi tekst að bæta úr því fljótlega því þessi tvö fyrirbæri ætla að verða mjög fyrirferðamikil þetta árið.
Það liggur eitthvað í loftinu. Tími breytinga er framundan hjá okkur. Íslendingar, íslenska þjóðin og allir ofaldir jarðarbúar munu upplifa miklar breytingar. Fjölmiðlar og fjölmargir einstaklingar munu færa okkur fréttir í beinni, alla daga ársins 24/7. Allir munu heyra og sjá um leið og hlutirnir gerast.
Ísland og Íslendingar munu koma sér á framfæri við ráðamenn og leiðtoga heimsins. Við verðum áberandi í fréttum og áhrif okkar vaxa. Latibær, hvalveiðar, seta í Öryggisráðinu, Bjórólfur, Jón Ásgeir, Bakkabræður, Batman, Clint Eastwood, George Bush eldri, Barak og íslenskt landslag í erlendum auglýsingum.
Lífstíll | Breytt 14.3.2007 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 21:29
Fyrsta bloggfærsla
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar