Færsluflokkur: Lífstíll
27.3.2007 | 03:30
Áhugaverðustu blogverjar Moggans.
Guð almáttugur og Mogginn hafa búið til þennan magnaða skoðavettvang. Blogverjar Moggans endurspegla lífið í landinu og það sem þar gerist. Allir eru byrjaðir að bloga á Mogga. Ömmur, afar, dónar, rónar, fyllibyttur, blekbyttur, ástríðu stjórnmálamenn og hinsegin.
Tomasha er sennilega sá afkastamesti miðað við færslufjölda. Í dag skrifaði hann t.d. 21 færslu áður enn hann fór að sofa. Stíll Tómasar er stuttur en segir allt sem segja þarf. Reyndar læðist að mér sá grunur eftir lesturinn að Tómas þessi sé í Sjálfstæðisflokknum. Það er nú reyndar ekki ein af dauðasyndunum sjö hér í Moggalandi.
Jenfo er ekki í Sjálfstæðisflokknum. Stíll hennar er persónulegur og auðlesinn. Síðan inniheldur bæði skrif um daglegt líf höndar en þó mest comment á fréttir.
Fridjon skrifar um sitt nýja líf í USA, fróðleg lesning.
Kleopatra commentar lítið á fréttir en skrifar þeim mun meira um sjálfa sig. Fín lesning fyrir verðandi einstæðar mæður með smá vandamál.
Talandi um vandamál hér er sennilega persónulegasta síðan sem ég hef fundið á Moggalandi.
Hlini er með bestu hárgreiðsluna af öllum Mogga blogurum. En lestur síðunnar kannski bara fyrir harða aðdáendur.
Velstyran er náttúrulega alveg einstök. Skrifar um stjórnmál og fleira. Er samt meiri blogspot blogari.
Jonvalurjensson er sá allra skemmtilegasti Mogga blogari sem ég hef rekist á. Stútfullur af fróðleik og réttum skoðunum. Honum er allt heilagt þegar kemur að trúmálum og hómósexualistum og öðru góðu fólki. Hann leggur mikla vinnu í heimildir og svarar öllum sem virða reglurnar hans. Ritskoðar spjallþræði sína til að vernda lesendur frá illum áhrifum og dónaskap.
Eddabjork Greinilega mest fyrir hana sjálfa og vinafólk.
duasembloggarekki er vinkona Eddubjork og kýs eitthvað allt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Þessi blogari sannar en og aftur hvað Moggablogið er fjölbreytt.
Prakkarinn er með bestu andlitsmyndina. Það er eitthvað prakkaralegt við þetta fés.
Peturty er alvöru kommi eða marxisti. Veit reyndar ekki hver er munurinn á þessum hugtökum. En hvað um það þessum kalli leiðist ekki að skrifa.
Jensgud er mikill brandarakall og gervigrasafræðingur. Svo er hann líka áhugamaður um Útvarp Sögu.
Hoskuldur er latur að bloga en alltaf gott að kannast við starfsmenn Moggans.
Ekki má gleyma einum t0lvunörd eða svo. Kari-hardarson bloggar um tölvur og allt sem honum fynnst skrýtið og skemmtilegt.
Þessi listi er rétt að byrja.
Lífstíll | Breytt 28.3.2007 kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2007 | 15:22
Ljót hús og álver
Hvaða snillingur stendur á bakvið öll ljótu og litlausu húsin sem byggð hafa verið. Gráir kassar og endalaust malbik með slaufum og hringtorgum til að komast heim til sín. Mín kenning er sú að verktakarnir hafi notað sömu teikninguna fyrir vinnuskúrana og íbúðarhúsnæðið.
Það virðist vera í tísku nú um þessar mundir að hafa allt grátt og litlaust. Helst líka lélegt og illa smíðað og ekki skemmir fyrir ef plássið nýtist illa. Flest nýtt íbúðarhúsnæði sem byggt hefur verið á undanförnum 5 árum er bara ljótt og illa hannað. 120fm 5 herbergja íbúð og stofan er 3*5m!
Framtíðarsýn ráðamanna okkar er frekar döpur. Ljót hús og álver til að vinna í. Burt með alla nýsköpun og hátækni við viljum álver og pólska Íslendinga til að vinna í þeim.
Ég ætla að kjósa Framsókn og Sjálfstæðiflokkinn. Fleiri álver og ljót hús, takk fyrir.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2007 | 20:36
Lýgur frekt fólk meira en aðrir?
Í gegnum starf mitt hef ég fengið að kynnast vænum slatta af fólki. Flest þau kynni hafa verið ánægjuleg en fátt fer meira í taugarnar á mér en fólk sem lýgur. Nýlega reyndi manneskja að ljúga upp á mig verknaði sem ég gerði ekki. Annar aðili sem gaf sig út fyrir að vera alveg stálheiðarlegur hafði þann leiða ósið að segja ekki satt og rétt frá.
Báðar þessar manneskjur voru verulega frekar og völtuðu yfir allt og alla. Samdi illa við fjölskyldur sínar og hugsuðu mikið um peninga.
Nú þurfa stjórnmálamenn oft að ljúga skyldu þeir vera frekir?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 11:14
Góðir menn og Hitler.
Moqtadas al-Sadrs mun vera í miklum metum hjá Bush forseta. Samkvæmt óstaðfestum heimildum á Sadr að gegna lykilhlutverki í Armageddon Bandaríkjaforseta. Bandaríkjaher bað forsetan um leyfi til að ráða Sadr af dögum en fékk ekki. Nú er þessi vinur Bush og bandarísku þjóðarinnar orðinn ósnertanlegur og stuðningur við hann fer vaxandi.
Sagan endurtekur sig og ljóst að Arafat og Saddam Hussein voru ekki Hitler. Hver veit nema þessi Moqtadas al-Sadrs sé næsti Hitler. Margt gott hefur þú gefið okkur George Bush sjúss.
Aðstoðarmaður al-Sadrs á fund með forsætisráðherra Íraks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 21:08
McDonalds eða Holt?
Glími oft við þessa spurningu. Hvort á að borða hádegismat á Holtinu eða fá sér hamborgara á McDonalds. Þú færð tvo rétti á Holtinu og þjón sem hellir í glasið þitt en á McDonalds ert þú þjónninn og bara einn réttur.
Sumir setja 1700 króna verðmun fyrir sig. Holtið er aðeins dýrar en ekki mikið. Sem sælkeri og áhugamaður um góðan mat mæli ég með Holtinu frekar en McDonalds. Þar er engin skyndibiti í boði lágmarks matartími ein klukkustund. Ef maður vill fá mikið fyrir peninginn og á ekki klukkustund aflögu mæli ég með Carúsó.
Máltíð í hádeginu kostar um 800 kr. á McDonalds, 2500 kr. á Holtinu og 1300 kr. á Carúsó.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.3.2007 | 23:50
Allt er fertugum fært.
Singh fagnaði sigri á Bay Hill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 14:57
Verkefni fyrir íslenska friðargæslu.
Hundruð Íraka undir læknishendur vegna klórgasárása | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 14:52
Ísland og Palenstína.
Haniyeh: Sjálfstætt ríki Palestínu á svæðunum sem hernumin voru 1967" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 14:19
Vín og skel.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 21:20
Klám, tölvur og konur.
Fyrir nokkru skapaðist skemmtileg umræða á póstlista Félag kvenna í atvinnurekstri. Listinn er aðalega notaður fyrir auglýsingar og fyrirspurnir. Einn meðlimur félagsins tók frekar stórt upp í sig og sakaði stöllu sína um dreifingu kláms.
Sú var að auglýsa kvennfatnað og heimasíðu sem hét Belladonna. Þessi sem tók stórt upp í sig hafði slegið inn vitlausa endingu á veffangið. Setti .com í staðin fyrir .is og fór beint inn á nokkuð góða klámsíðu. Þar sem Belladonna sýndi listir sínar fyrir sanngjarna þóknun.
Það skemmtilegasta í þessu var ekki upphaflegi ruglingurinn heldur að konan þurfti að samþykkja alveg sérstaklega að hún væri að fara skoða klámsíður. Sagði já takk til að sjá dýrðina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar