Landráð og smá grín.

Samkvæmt þessari frétt vill Björn Bjarnason geta ráðið hvaða lögfræðing sem er í stöðu lögreglustjóra. Starfsreynsla innan lögreglunnar verður lögð að jöfnu við lögfræðimenntun.  Þetta þýðir væntanlega að Björn getur valið úr fleiri kandidötum við ráðningu í embætti.  Þetta gefur honum tækifæri til að ráða frændur og frænkur í þessar stöður ásamt öllum jábræðrum sem hann finnur.  

Glæsileg framtíðarsýn þegar Hæstiréttur verður bara skipaður af fjölskyldu Davíðs Oddssonar og Björn Bjarnason farinn að ráða eingöngu vel valda flokksgæðinga og frændur í stöður lögreglustjóra.  Síðan til að hafa betri stjórn á lögreglustjórunum er um að gera að fækka þeim. 

Ekki dettur Birni í hug að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu.  Svoleiðis er bara rugl og skemmir fyrir pólsku glæpagengjunum sem Bjössi hefur leyft óhindraðan innflutning á.  Það má ekki flytja rollur til landsins en pólskir glæpamenn eru boðnir velkomnir.

Leyniþjónusta og her er það sem Birni langar í en ekki venjuleg lögregla.  Stoppið manninn áður en það verður of seint! 

 


mbl.is Lögregluumdæmi stækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála Birni Bjarnasyni að skerða þjónstu lögreglunnar og eyða meiri peningum í njósnir um íslenska ríkisborgara.  Þannig getum við komið í veg fyrir glæpina áður en þeir eiga sér stað.  Þetta er svipað eins og fara reglulega til tannlæknis frekar en að bíða eftir tannpínu.

Jón Salvar (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 09:47

2 identicon

Jón er pólítískur rétthugi, príma kandidat fyrir íslenska stasíið.

Annars eru þeir víst búnir að finna upp skanna sem skannar heilabylgjur fólks þegar það labbar framhjá t.d. lögreglustöð eða útibúi ríkisskattstjóra og þá má sjá al-cia-da heilabylgjur á skjá og hlaupa til og handtaka hina. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 10:20

3 identicon

Í ljósi þess að herra Heiðdal er sérfræðingur í löggæslumálum og öryggismálum þykir mér leitt að þurfa að koma með smá leiðréttingu.

Nú á dögum þurfa allir Lögreglustjórar að hafa embættispróf í Lögfræði. Það sem hér er mælt með er að gera lögreglumönnum án embættisprófs í Lögfræði kleift að gerast Lögreglustjórar.

mbk.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Það var eins gott, hitt er bara rugl og gat varla staðist.

Björn Heiðdal, 19.4.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband