Ísland vs Albanía

Íslendingar eru ekki ennþá búnir að fatta hvað 40% gegnisfelling þýðir í raun.  Þeir trúa því að þeir séu ríkastir allra og hamingjusamastir miðað við höfðatölu.  Verðlag á Íslandi fer að nálgast  fátækustu lönd Evrópu en við fáum ekki að njóta þess.  

Hvað varð um alla peningana sem bankastrákarnir tóku að láni.  Fóru þeir til byggja falleg hús eða glæsibyggingar.  Voru þeir notaðir til að bæta samgöngur eða malbika Vestfirði.  Fóru þeir kannski í að koma á fót alþjóðlegri fjármálamiðstöð á Íslandi???

Svarið við öllum þessum spurningum er eitt stór NEI.  Það situr ekkert eftir þetta peningaævintýr nema ljótir kassar, svartir eða bárujárnsklæddir, og partýsögur með Elton John.  Datt engum í hug að efla innviði þjóðfélagsins með enhverjum hætti.  Auðvitað á Jón Ásgeir og hinn vitlisingurinn með skrítna nafnið ekki að byggja spítala eða reka þá.  En þeir mættu nú alveg hafa smíðað falleg hús eða sett á laggirnar hátæknifyrirtæki fyrir íslenska tölvunörda og fjórtán skúringakerlingar.

Það sem öllum þessum útrásarkjánum tókst að gera var að tapa peningum.  Svo þarf ég að borga brúsann og drekka ógeðisdrykkinn í leiðinni. 

_MG_6631

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Krónan glæðir áhuga ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vel athugað, öllu var eytt í að stækka "veldið" sem allra mest, engin raunverulegur ágóði fyrir þjóðfélagið af þessu öllu saman.

ps - arkitektúr upp á síðkastið hefur orðið verulega þunglyndislegur, þessi bákn niður í borgartúni eru verulega sovét stæl

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 121988

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband