Hugsjónalaus trúður

Kæri Helgi Hjörvar,

Mér finnst það frábær hugmynd að gefa/leigja erlendum aðilum þjóðarauð Íslands.  Þessi hugmynd hefur verið reynd víða í heiminum.  T.d. í Bolivíu með góðum árangri.  En þar voru einmitt vatnslindir þjóðarinnar seldar einkaaðilum.  Í kjölfarið hækkaði svo verðið og hætt var að sinna fátækum.  Fátæka fólkið fær reyndar vatn en þarf að labba nokkra kílómetra til þess.   Síðan fara allar tekjur af þessari vatnssölu beint í vasan á erlendum aðilum í samstarfi við innlenda ríkiskapitalsita (Helgi Hjörvar og vinir).

Módelið sem þú talar um er reyndar ennþá sniðugra.  Losa ríkið við gullkálfa sína og afhenda samviskulausum stórfyrirtækjum.  Öll uppbygging síðustu ára og framtíð íslensku þjóðarinnar eins og hún leggur sig seld til útlanda.  En hvað ætlar þú að gera við alla peningana sem Rio Tinto kom með frá Hamborg?  Ætlar þú að fjáfesta í hlutabréfum, gefa vinum þínum, geyma undir kodda eða bara eitthvað fallegt?

Það er dapurt þegar sjónlausir og stefnulausir menn eru farnir að ráða þjóðinni. Síðan eru vitgrannir fjármálaráðherrar með próf í hrossalækningum að keyra þjóðarskútuna í kaf.  Guð hjálpi oss öllum.

 

 


mbl.is Sóknarfæri að selja virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!

Heiða (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 07:41

2 identicon

Óheppilegt orðalag í niðurlagi (sjónlausir) en að öðru leiti er ég sammála.

Það sýndi sig að breyting á raforkukerfinu okkar gerði ekkert annað en að gera kerfið flóknara og dýrara fyrir neytendur.

Það er ekki hægt að ætla annað en þessi tillaga geri nákvæmlega það sama. Einka aðilar gera ríkari kröfu til þess fjármagns sem þeir setja í svona mál sem þýðir ekkert annað en hækkun á taxta til neytenda í einu eða öðru formi.

zaxi (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:36

3 identicon

Vel mælt. Hugsjónaleysið er algert. Fyrir hverja starfar þessi maður. Það vantar fleira fólk sem hefur starfað í félagsmálum fyrir almenning á þing, sem vinna fyrir fólkið í landinu. Eins og Zaxi segir, einkaaðilar gera aðrar kröfur um ávöxtun fjármagns, svo koma þessir aðilara eftir 20 eða 50 ár og segja að það sé nú komin hefð á þetta og hitt og þeir hafi lögmætar væntingar um að þetta réttarsamband haldi áfram og blablabla....

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:42

4 identicon

sýnir vel að það er sama hvorn vænginn á hrægamminum þú kýst, hægri, vinstri, miðjuna, kantinn, klærnar- þú færð alltaf sama hrægamminn við stjórn, og það skýrir af hverju samfylkingarmenn eru með sömu patentlausnir á tilbúnum vandamálum - einka(vina)væðing og almenningur borgar brúsann.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 20:47

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gott dæmi um vatnið í Bolívíu. En kannski sniðugra aðeins varfærnara orðalag um Helga. Það eru skoðanir hans í þessu máli sem eru vitleysislegar en hann er nú enginn trúður samt. Ég skrifa þetta: Að losa peninga - Raufarhafnarstemming hjá Helga Hjörvar

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.9.2008 kl. 02:44

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég tek það fram af gefnu tilefni að hvorki Helgi né Hrannar hafa svikið mig.  Orðalagið blindur og hrossalæknir eru að vísu nokkuð ónákvæmt.  Betra væri að segja sjóndapur og hestalæknir eða dýralæknir með silfurskeið í munninum.

En auðvitað skiptir menntun og líkamleg fötlun engu máli.  Bara myrkrið sem er inni í kollinum á ráðamönnum og öllum pólsku glæpagengjunum sem Björn Bjarnason flytur inn í gámavís.  Þykist síðan ekki geta gert neitt til að stöðva liðið.

Það er vitað nákvæmlega hverjir koma til landsins, nafn, kennitala, heimilisfang, bókstaflega allt.  En samt þykist Björn ekki geta fylgst með hverjir koma eða fara.  Dularfullt? 

Björn Heiðdal, 25.9.2008 kl. 05:24

7 identicon

Ljós Lúsifers lýsir þeim í myrkrinu

Gullvagninn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband