Það er verið að plata ykkur.

Alveg satt.  Þetta er ein stór svikamylla sem er hugsuð til að koma þjóðríkjum á kné og hirða eignir almennings.  Finnst engum það skrítið að allir þessir vel reknu bankar fari á hausinn eða séu yfirteknir af ríkinu á sama tíma út um allan heim?  Hún Lánalína fór bara í smá frí segja ráðamenn.  Vonandi kemur hún sem fyrst aftur.  Fór Lánalína í smá frí, ha?  Hefur einhver ykkar séð hana Lánalínu. 

Afhverju er t.d. búið að afnema bindisskyldu íslensku bankana í Seðlabanka Íslands.  Var það gert til að tryggja að þeir gætu ekki borgað af lánum sínum nema með hjálp Lánalínu.  Mönnum blöskrar þegar Hannes Smárason, Lárus Welldone, Bjarni Ármansson, Partý Óli og allir hinir stinga milljónum af eignum hluthafa í eigin vasa.  Þetta minnir óþægilega mikið á mútur í þriðjaheimsríkjum.  Eini munurinn er að þetta gerist allt fyrir opnum tjöldum og er auglýst sérstaklega í fjölmiðlum.

Menn sem halda að lánalína sé á Spáni og komi fljótt aftur er bent á að lesa þessa grein.

http://www.gregpalast.com/the-globalizer-who-came-in-from-the-cold/ 

Reyndar er plottið sem nú er í gangi aðeins stórtækara og er ekki beint að fátækum Afríkuríkjum heldur hinum vestræna heimi eins og hann leggur sig.  Allt til að þjappa valdi og auð á enn færri hendur.  Við þurfum síðan bara að skoða sögu þriðja ríkisins til að sjá hvað gerist næst.  Heimsstyrjöld og síðan er hægt að byrja aftur upp á nýtt.   

 


mbl.is IMF: Evrópa verður að sýna viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Lána Lína er kanski leiguþý svindlaranna? Áhugavert að lesa um Stiglitz.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.10.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: halkatla

Það eru voðalega fáir sem átta sig á þessu...

halkatla, 4.10.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er alveg klárt að hún Lána Lína leikur stórt hlutverk í þessu leikriti.  Þetta er eitt elsta trikkið í bókinni.  Lána fólki peninga og helst fólki sem er illa statt og hirða síðan verðmætar eignir fyrir slikk upp í skuldir.   Ég hef lítin áhuga á að kaupa banka sem eigendurnir vilja ekki sjálfir bjarga.  Jón Ásgeir er t.d. búin að lýsa því yfir að hann eigi sko alveg nóg af seðlum til að kaupa hin og þessi fyrirtæki í Bretlandi.  En hann tímir ekki að redda bankanum sem hann á stóran hlut í með smá fyrirgreiðslu.  Banka sem er vel rekin og á fullt af eignum á móti skuldum.  Eða svo heldur vinur allra landsmanna herra Sullinberger fram í nýju myndbandi.

En einn banki til eða frá skiptir ekki sköpun.  Það er allt hitt sem þarf að skoða.  Hvernig á að koma í veg fyrir svona vitleysu og redda krónunni.  Ef krónan heldur áfram að falla hækkar verðbólgan og almenningur verður að þurfalingum eftir 2-3 ár.  Það mætti halda að valdherrarnir með Geir Haarde fremstan í flokki séu vísvitandi að skemma efnahag Íslands.

Allir þessir jólasveinar með tölu hafa sagt okkur að bankarnir séu alveg rosalega vel reknir og skili miklum tekjum í þjóðarbúið.  Búi hreinlega til auð úr engu og hafi fjölda fólks í vinnu á góðum launum, mjög góðum launum.  Síðan má alls ekki skattleggja þennan gífurlega hagnað.  Afhverju ekki? Jú, þá fara bara bankarnir úr landi.  

En hvað gerist.  Á einni viku hrynur spilaborginn endanlega og menn og konur halda leynifundi á næturna þegar allir eru svo vel vakandi og hressir, not.  Hvaða álfi dettur í hug að halda næturfundi um stærsta vandamál sem hefur komið upp síðan 930 f.k.  Ætli sá hin sami viti ekki að greindarvísitala dauðþreyttra jólasveina fellur um a.m.k. helming þegar klukkan er orðin meira en tvö að nóttu.

Þetta er bara byrjunin og verði okkur að góðu. 

Björn Heiðdal, 4.10.2008 kl. 16:27

4 identicon

mér datt helst í hug að þeir væru að funda með einhverjum hugumstórum, sem þola ekki sólarljósið... það eru sögusagnir um að þegar menn komast hátt í djöfladýrkunarstiganum, þá gerist þeir raunverulegar vampírur, það myndi kannski skýra þessa næturfundi, sem ég er sammála þér um, að ég skil ekki alveg tilganginn með :P

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:15

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er mikið af fínum köllum á landinu, sumir sjálfsagt vegna sjávarútvegssýningarinnar en aðrir til að ráða stjórnvöldum heilt með næstu skref.  Enda eins og herra Haarde sagði sjálfur þá eru þessir JP Morgan menn með mikla reynslu í svona málum. 

Það er alveg skelfilegt hvað fólk getur verið sofandi og neitað að horfa á staðreyndir.  Staðreyndir sem þó blasa við öllum eins og t.d. þessi ofurlaun.  Hvaða bjálfa dettur í hug að þetta séu laun eða þóknanir fyrir vel unninn störf.  Þessar greiðslur eru náskyldar mútum að mínu mati.

Síðan má velta fyrir sér afhverju íslenska ríkið er að lána KB banka heilan helling af peningum sem það á ekki.  Afhverju segir engin neitt við þessu og eru allar þrengingarnar sem Geir og Grani félagi hans lofuðu þjóðini eitthvað tengdar afborgunum og vaxtagreiðslum af þessu láni og skuldum Glitnis.

Svei mér þá, ég held að þessir jólasveinar séu nýkomnir af námskeiði í "doublespeak" og meini bókstaflega þveröfugt við það sem kemur út um munninn.  Þegar Geir segir að hann sé að hugsa um hag þjóðarinnar þá meinar hann örugglega bara rassinn á sjálfum sér og kannski nánustu vinum.  Hans væntumþykja nær varla neitt lengra.

En það er eitt gott við svona krísur.  Fólk kemur til dyrana eins og það er klætt.  Má ekki vera að því að raka sig og skipta um föt.  T.d. hefur lykla Pétur aka Pétur Blöndal afhjúpað hug sinn til komandi kynslóða.  Hann vill losa þær við þá hræðilegu áþján að eiga vatnið, raforkuna og allt annað sem skiptir máli hér á landi.  Selja allt dralsið til útlendinga sem síðan geta gamnað sér á íslenskum fegurðardrottningum og látið kærastana vinna í sínum álbræðslum.

Björn Heiðdal, 6.10.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 121790

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband