Andfúlir íþróttaálfar.

Manni verður flökurt að hlusta á ýmsa álitsgjafa sem fjölmiðlar ota að okkur.  Sækja um ESB aðild, láta IMF redda málunum, skipta um ríkisstjórn, selja virkjanir á brunaútsölu og margt fleira í þessum dúr.  Halda þessir andfúlu íþróttaálfar með mynd af George Bush eða Stalín upp á vegg að leiðin út úr þessu rugli sé að gangast mönnunum á hönd sem hönnuðu þessa atburðarás.

Ég sá tvo andfúla ríkisstjórnarálfa ræða málin á stöð tvö í kvöld.  Þeir voru báðir alveg innilega sammála um að allir þessir bankar sem ríkið er búið að yfirtaka hafi verið alveg ofsalega vel reknir.  Halló, bara einhver heima, alveg sama hver.  Vel reknir og góð fyrirtæki!  Meira bullið.  Fyrirtæki sem eiga ekki fyrir afborgunum af lánum eru ekki vel rekin.  stupid_bush

Reyndar er alveg ofsalega fyndið að hvorki Björgólfur eða Jón Ásgeir voru tilbúnir að reiða fram fé til að redda þessum gullmolum.  Molum sem féllu af brauðfati ríkisins fyrir nokkrum árum.  Sennilegasta skýringin á því er að þeir eru búnir að veðsetja allt upp í topp og stinga heilum helling í eigin vasa.  Þetta er svikamylla sem alþingismen og ráðherrar hafa tekið þátt í.  

Þú þarft að vera ansi samviskulaus að geta tekið við sparifé almennings vitandi að þú getir ekki borgað það allt til baka nema með öðrum lánum.  Auðvitað á bara að sækja peningana sem Jón og hinn álfurinn eiga annarstaðar og borga skuldir bankana.  Ef ég get ekki staðið í skilum við mín lán þá missi ég ekki bara bílinn heldur allt húsið. 

Ég held að það sem komi út úr þessu öllu saman sé að fólk fari að nota seðla í ríkari mæli en áður.  Sleppi þessum ræningjum alveg og borgi í seðlum.  Það leiðir til undanskota á skatti og fleira skemmtilegt.


mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

athyglivert það sem vg Jón Bjarnason er að blogga þessa dagana;

Á þingi eru þeir sveittir við að halda áfram með góbalíseringuna, þó hún hafi beðið skipsbrot, okkur til mikils tjóns,

  1. frumvarp um innflutning á hráu kjöti
  2. einkavæðing íbúðalánasjóðs
  3. einkavæðing hermálastofnunnar...

þetta er alveg ga ga

http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband