15.2.2009 | 21:46
Golf í paradís
Íslendingar hafa verið að leika golf í paradís undanfarin sjö eða átta ár. Þeir sem ekki nenntu að spila golf fóru á skíði til Aspen eða í safarí til Afríku. Við heimkomuna var keyptur nýr jeppi eða þriðji fólksbíllinn handa yngsta ökumanninum í fjölskyldunni. Engin var maður með mönnum eða kona með kellum nema gefa fartölvur eða mótórhjól í jólagjafir. Fermingagjafirnar voru síðan ennþá flottari og brúðkaupskjafir síðan heilt eða hálft hús eftir efnahag.
Í dag er þessum ósköpum kennt um hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni. Við vorum bara of gráðug segja sjálfskipaðar málpípur íslensku þjóðarinnar. Innst inni trúa Íslendingar þessu eins og þeir trúðu því að Jón Ásgeir og Björgólfur Thor væru Mídas konungur endurfæddur. Allt sem þessir kappar snertu á sínum tíma virtist breytast í skíra gull.
En hvar er gullið núna? Ekki undir rúmi og ekki heldur heima hjá Steingrími Joð. Kannski er það hjá IMF. Jón Ásgeir fékk lán hjá Björgólfi Thor vini sínum til að kaupa dótabúðir og íbúðir í New York. Kannski fóru allir peningarnir í dótakaup handa vinum Björgólfs. Íslensku þjóðinni blæðir og Jón Ásgeir græðir ekki neitt. Hver græðir á því?
Litli Jón á Íslandi þarf að borga lánið sitt og lán Jóns Ásgeirs. Litli Jón getur þó huggað sig við þá hugsun að séra Jón er líka að missa allt sitt. Þeir eru báðir gjaldþrota þökk sé óheftum aðgangi að erlendu lánsfé. Sá fátæki og sá ríki féllu í sömu gildruna sem var handa þeim báðum. Allir falla í gildruna og skiptir engu þó þeir viti af henni.
Kannski ekki alveg allir. Sum dýrin í skóginum verða jafnari en önnur. En meirihlutinn mun hafa það skítt og flestir verulega skítt. Ráðamenn Íslands monta sig af heitu vatni svo við deyjum ekki úr kulda og fiski í sjónum til að éta. En hvað verður um þessar eignir á morgun? Hvað ætlum við að selja til að borga allar skuldir Jóns og Björgólfs.
Ingibjörg Sólrún vill selja íslensku þjóðarsálina handa lægstbjóðanda í Brussel og Geir Haarde ætlar að selja nokkur hundruð hvali til að bjarga málunum. Stuttbuxnadeildin í Sjálfhælnisflokknum leggur sitt lóð á vogarskálina og vill leyfa Jóni Ásgeiri að selja brennivín í búðum sínum. Vita stuttbuxurnar ekki að brennivín er böl og er sennilega skýringin á hvernig komið er fyrir okkur.
Allir aðalleikendur í þessu leikriti eru fyllibyttur eða fyrrverandi fyllibyttur í afneitun eða heitir það afvötnun? Þeir sem hafa tosað Ísland ofan í gröfina hafa gert það með skerta dómgreind. Verulega skerta af brennivíni og peningagræðgi. Eða ætlar einhver að halda því fram að Jón Ásgeir, Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún, Geir Haardi, Valgerður Sverrisdóttir og jafnvel Finnur einhver Ingólfsson séu vont fólk?
Óttast að Írland verði gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló....af hverju er ekki drulluhalinn Halldór Ásgrímsson á thessum lista thínum?
Yrkor Stefflonio (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:58
Vantar bara þennan Halldór eitthvað?
Björn Heiðdal, 16.2.2009 kl. 00:01
Obb bobb bobb.
Hörður Einarsson, 16.2.2009 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.