18.4.2009 | 18:06
ESB hatar íslenskar rósir
Óttalegt skrum er þetta hjá Jóhönnu og dauðasveitunum hennar. Ota íslenskum blómum að grunlausum kjósendum. Þykjast bera hag bænda á Íslandi fyrir báðum brjóstum sínum en vilja raunverulega ganga að þeim dauðum. Leyfa algjörlega óheftan innflutning á afurðum frá ESB. Er ekki einhver hræsni í þessu. Jafnvel ódýr kosningaáróður til villa um fyrir fólki. Telja fólki trú um að Samfylkingin sé á bandi þjóðarinnar. En því miður er svo ekki. Hún er í vinnu fyrir Jón Ásgeir og aðra íslenska útrásarbankaræningja. Því það eru þeir sem vilja Evru og ESB. Ekki íslenskir bændur, ekki sjómenn og heldur ekki fólkið sem stofnaði lýðveldið á Þingvöllum 1944.
Ekki má gleyma öllum sérfræðingunum sem sjá þægilegar stöður og góð laun í hillingum með inngöngu í ESB. Þá verður gaman að vera ábyrgðarlaus pólitíkus og kenna ESB um allt. Þá verður gaman fyrir eftirlitsiðnaðinn að framfylgja öllum 160.000 lögum og reglugerðum sem Brussel hefur búið til. Kannski verða til 6000 ný störf við að passa að allir hinir fari að settum lögum og reglum.
Dreifa blómum og birki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hefurðu séð samfylkingarblaðið í suðrukjördæmi? sennilega ekki, en þar er annarhvor frambjóðandi með mynd af sér einhverstaðar í brussel eða starfslýsingu svo sem "fulltrúi sambands sveitarfélaga á íslandi í brussel"
Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 20:31
Rósirnar eru örugglega ekki íslenskar. kanski mede in China.
Birkifræið er áreiðanlega illgresisfræ.
Hörður Einarsson, 18.4.2009 kl. 20:42
Það eru aðallega tveir hópar sem vilja ESB. Fólk sem er þreytt á óstöðugu gengi og hinir sem ætla að vinna fyrir ESB. Ég skil báða þessa hópa ósköp vel en þetta eru samt ekki nógu góð rök að mínu mati fyrir inngöngu. ESB er ekki lengur tollabandalag sem passar upp á að Frakkar og Þjóðverjar hagi sér. Nei, nei, ekki lengur. Í dag er ESB að verða að fullvalda ríki með tilkomu Lissbons sáttmálans með eigin her og forseta. Bandaríki Evrópu eins og einhver komst að orði. Trúir íslenskur almeningur orðum bankaræningjanna og heilagrar Jóhönnu að Ísland breytist í Hawai norðurs með pálmatrjám?
Björn Heiðdal, 18.4.2009 kl. 20:42
Ég held að það væri nær gefa eitthvað matarkyns.
Axel (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.