Samfylkingin gjörspillt!

Ekki nóg með að Jóhanna og Össur taki við styrkjum sem ekki eru gefnir upp, ef eitthvað er að marka nýjustu fréttir, heldur eru margir hátt settir flokksmenn á launum hjá ESB.  Eiríkur Bergmann, Baldur Þórhallsson, Ágúst Einarsson, Gylfi Arinbjörnsson og margir fleiri.  Allir þessir föðurlandsvinir þiggja ESB styrki fyrir sig sjálfa eða þær stofnanir sem þeir eru í forsvari fyrir.  Ætli ESB vilji fá eitthvað í staðin fyrir þessar greiðslur? 

Tökum dæmi um áróður af heimasíðu Samfylkingarinnar en þar segir um kosti ESB aðildar, þetta er ekki grín:

"... að íslensk tunga eflist að öllum líkindum við aðild að Evrópusambandinu? ESB leggur áherslu á menningarlega fjölbreytni í álfunni og hefur hlúð að tungumálum aðildarríkjanna, meðal annars með þýðingum ESB-skjala,"

Annað dæmi:

"... að með upptöku evru væri úr sögunni verðbólga eins og við þekkjum hana á Íslandi? Mikil verðbólga hér á að talsverðum hluta rætur að rekja til krónunnar. – Verðbólga á evrusvæðinu öllu var um síðustu áramót 1,6% en verðbreytingar eru að sjálfsögðu mismunandi eftir ríkjum og svæðum innan ESB."

Ef ég skil þetta rétt þá mun aðild Íslands að ESB efla íslenska tungu með tilkomu skjalaþýðinga úr frönsku eða kannski ensku yfir á okkar ástkæra gamla góða.  Síðan mun upptaka evrunnar sem tekur 5-10 ár lækka verðbólguna niður í 1,6% sem þó fæst ekki skriflegt.  Verðbólga var 3,8% að meðallatali fyrir ári síðan og er í dag hæst í Litháen eða um 13,4%  .  Kannski fáum við 13,4% verðbólgu en ekki 1,6% eins og Samflykkingin lofar?

Að þiggja milljarða "styrki" frá ESB til að birta ESB áróður eða þiggja 30 miljónir til að gefa ríkiseigur.  Hvort er verra?  

 

 


mbl.is Fjármögnun flokka alltaf í sviðsljósinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ESB áróður því hann vegur að fullveldi lands og þjóðar og varðar því við landráð. Hitt er þó "bara" þjófnaður... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 19.4.2009 kl. 13:18

2 identicon

ég ælt að reyna að gubba nokkrum skönnuðum gullmolum úr samfylkingarkosningablaðinu inn á bloggið mitt, þetta er sannarlega flokkur með skemmtanagildi - hlúð að tungunni með þýðingu esb skjala... haha

Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 13:58

3 identicon

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Heyrðu gæskur, Jóhanna gaf upp á hvaða bili upphæðirnar hafa verið sem hún hefur fengið í styrki. Þetta er ekki upp í nös á ketti. Það er varla hægt að hreyfa sig í kosningabaráttu fyrir 300.000 kr. Að taka upp eina auglýsingu kostar þessa upphæð. Þá á eftir að borga okurverð fyrir birtinguna.

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.4.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 121778

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband