Í lagi að ljúga, bara pólitík.

Hér koma nokkrar staðreyndir um ESB og Lissbon viðaukann sem Jóhanna hefur ekki ennþá lesið.  Hann er víst á útlensku!

1) Neitunarvald aðildarlanda afnumið.

2) ESB verður sambandsríki með sameiginlega utanríkisstefnu.

3) Íslenskur landbúnaður fær ekki styrki samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi.

4) Ísland þarf að semja um veiðiheimildir og rétt til nýtingar.  ESB, hefur síðasta orðið!

5) Mannréttindaákvæði ESB gilda ekki á ófriðartímum.  Mannréttindi bara stundum!

6) Aðild að ESB er ekki atvinnuskapandi nema fyrir ESB sérfræðinga og löggilta skjalaþýðendur.

7) ESB er á móti hvalveiðum en fylgjandi drápum á Palenstínuaröbum í sjálfvörn.

8) Allt sem Jóhanna og félagar segja um ESB er lygi eða haugalyg.  

Þegar Baldur Þórhallsson ætlaði að skrifa ritgerð um áhrif smáþjóða á Sambandið var hlegið að honum og hann vinsamlegast beðinn um að skrifa eitthvað sem ætti sér stoðir í raunveruleikanum.  Ísland verður minnsta þjóðin í ESB og hefur þess vegna minnst um þróun mála að segja.  Reyndar hefur fólk í aðildarlöndum sambandsins ekkert um lög og reglur sambandins að segja yfirleitt.  Heldur einhver með smá viti að skriffstofustjóri í Brussel nenni að hlusta á pottaglamur á Austurvelli eða óánægða Albani með gjallarhorn?


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissir þú að með inngöngu í ESB verður íslenska flugumferðarstjórnarsvæðið partur af lofthelgi ESB og ekki sjálfgefið að tekjur af því renni í vasa íslenska ríkisins. 

Guðrún Mjöll (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Vissir þú líka að launahækkun kennara í Búlgaríu setti kröfur ESB um fjármálastöðugleika í uppnám.  ESB hefur skoðun á launum kennara í Búlgaríu.  Skyldi ESB hafa skoðun á launum sorphirðumanna á Íslandi eftir aðild?

Björn Heiðdal, 18.5.2009 kl. 21:54

3 identicon

Varðandi númber 5 - mannréttindi í sambandinu eru skilgreind af sameinuðu þjóðunum.  Þar ber hæst mannréttindasáttmálinn þeirra, sem lýsir öllum þessum dásamlegu réttindum í tugum liða,

en afnemur þau svo öll ef þú ert upp á kant við sameinuðu þjóðirnar.  Þú hefur engin réttindi ef þú ert ekki sammála sameinuðu þjóðunum.

Sama sem Rahm sagði nýlega varðandi byssueign - ef þú ert á "no-fly" listanum, þá máttu ekki eiga byssur, ef þú ert á listanum, þá hefur þú engin réttindi sagði hann.

Er ekki pattern að koma í ljós?  Við höfum engin réttindi nema meðan við erum ekki fyrir neinum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband