Útflutningur á fólki bjargar okkur.

Helsta hlutverk IMF er að tryggja að lönd greiði til baka erlend lán eða eins og segir á heimasíðu sjóðsins "The IMF provides loans to countries that have trouble meeting their international payments...".  Ísland er í hópi þessara landa sem geta ekki borgað skuldir sínar.  Þess vegna var beðið um lán frá IMF.  Þó IMF lánið og önnur lán sem fylgja í kjölfarið séu til að borga önnur eldri lán fyrst og fremst eða kannski eingöngu þá þarf að borga þau líka tilbaka.

Hérna vandast málið því bara vaxtagreiðslur af nýju lánunum eru Íslandi ofviða.  En IMF hefur ekki miklar áhyggjur af því eða eins og segir á síðu sjóðsins: "But the consequences are not all negative. For instance, migration may be accompanied by remittances, which would help lessen the pressures on Iceland’s economy. It may even help contain the rise in unemployment, and the fiscal cost of the crisis." Ísland þarf ekki að hafa áhyggjur af fólksflótta því hann sparar atvinnuleysisbætur og eru í raun gjaldeyrirskapandi í formi peningagreiðsla frá útlöndum.  Ísland verður eins konar Filipseyjar norðursins.  Þar sem konurnar fara á fjarlægar slóðir og senda part af vinnulaununum sínum heim.

Fyrir hönd Íslands sér sjóðurinn glæsta framtíð og mikla möguleika.  Ál, fiskur og útflutningur á vel menntuðu fólki mun bjarga okkur.


mbl.is IMF hittir fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband