Ögmundur læs, Jóhanna ekki.

Lítið álit hef ég haft á þessum ríkisstarfsmanni í gegnum tíðina.  Hann vill skattahækkanir, ríkisrekstur o.s.fr. allt hlutir sem mér hugnast illa.  En í dag virðist hann vera eini Alþingismaðurinn sem les þau gögn sem í boði eru um AGS og Icesave.  Kynnir sér málið og myndar sér síðan skoðun á því. 

Jóhanna Sigurðardóttir lætur duga að hlusta á aðra og alveg sérstaklega ef viðkomandi er fulltrúi AGS eða breskra stjórnvalda.  Það hlýtur að vera allt satt og rétt sem mótaðilar okkar segja.  Alltaf best að vera dómari í eigin sök eða málefnum.  Ef AGS eða fyrrverandi starfsmaður AGS segir eitthvað hlýtur það bara að vera rétt hugsar Jóhanna.  

Þráinn borgari hefur svipaða sýn á lífið.  Æ, ég nenni ekki lesa allar þessar skýrslur eða gögn um t.d. Iceave.  Treysti þvi bara að mér vitrara fólk segi satt og rétt frá.  Ekki ljúga stjórnvöld eða AGS.  Alþingismenn sem ekki lesa eða kynna sér gögn málsins eiga að segja af sér strax!  Allir með tölu!

 


mbl.is Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er búinn að lesa samninginn og samt er ég ekki einu sinni á þingi. Ég get staðfest það að þetta er afleitur samningur sem ég myndi aldrei skrifa undir sjálfur.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband