Íslensk þýðing á mannamáli.

Svona fyrir þá sem ekki kunna engilsexnesku þá hef ég snarað greininni yfir á mannamál.

Fáar norrænar velferðarríkisstjórnir glíma við jafn mikinn vanda og sú íslenska.  Íslenska bankakerfið er hrunið en það er alrangt að íslenska þjóðin haldi að um erlent samsæri sé að ræða. 

Ríkisstjórn mín planar 30% blóðugan niðurskurð á innviðum samfélagsins og gríðarlegar launalækkanir í góðu samstarfi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.  Við höfum náð samkomulagi um endurfjármögnum bankana, reynt að losa okkur við tvo af þeim til erlendra kröfuhafa og opnað lánalínur í samstarfi við AGS.  Alþingi hefur einnig sótt um inngöngu í ESB.

Venjulegt fólk á Íslandi telur sig ekki bera ábyrgð á heimskreppunni en er allt að vilja gert til að borga fyrir Jón Ásgeir og Björgólf Thor.  En Íslendingar eru samt smá reiðir útaf Icesave og er það skiljanlegt.

Síðastliðið haust,  þegar ísland var í djúpum skít, settu bresk stjórnvöld Ísland á hryðjuverkalista sinn og frystu íslenskar bankaeignir.  Þetta hafði slæmar afleiðingar og hafa bresk stjórnvöld ekki gefið viðeigandi skýringar.  Margir halda því fram að tilskipun ESB um innistæðutryggingar sé gölluð og Ísland sé fórnarlamb gallans.

Íslenska ríkisstjórnin er að reyna sitt besta til að koma þjóðinni fyrir kattarnef.  En mun að sjálfsögðu finna nýjar og betri leiðir í framtíðinni enda ekki hægt að nota sama trikkið aftur og aftur.

Vegna óvarlegs tals fulltrúa UK og Hollands hefur gengið hægt að fá íslenska þingið til að samþykkja ríkissábyrgð á Icesave.  Ef þessir aðilar hefðu nú bara þagað og látið íslensku ríkisstjórninni um kynnginarstarfið væri búið að samþykkja Icesave.  

Ég vonast til þess að Ísland borgi sem mest og standi við sínar skuldbindingar.  Enda er það hagur allra sem skipta máli.  

 

valgerdur


mbl.is Jóhanna á vef Financial Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Óvanalega  djúp þýðing á texta Björn Heiðdal.

Það er ekki bara að þú þýðir textann - heldur líka það sem stendur á milli línanna og bakvið orðin......

Þú ættir að sjá hvort hún vill ekki skipta þér inn fyrir aðstoðarmanninn - hún myndi gera meiri lukku með þig sem aðstoðarmann ..................!

Þú gætir skrifað allt fyrir hana og enginn myndi dyrfast að mæla gegn því sem þar stæði.....! 

Benedikta E, 13.8.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband