Framtíðarsýn sjáanda

Gerald Celente gefur reglulega út blað sem nefnist The Trends Journal.  Þar stikklar hann á stóru og lýsir því sem hann sér fyrir að gerist á næstu árum.  Í nýjasta tölublaðinu nefnir hann nokkra þætti sem eiga eftir að verða fyrirferðamiklir.

  1. Save Haven Contries
  2. Whole Health Healing
  3. Selective Technology
  4. Micro Farming
  5. The Greatest Depression

Allt fyrirbæri sem tengjast síðasta atriðinu eða númer fimm.  Gerald vill nefnilega meina að í dag standi Vesturlönd frammi fyrir mestu efnahagsvá síðan svangir mallakútar hættu að æpa á feita hamborgararassa.  Árið 2012 verða þjóðir heims komnar að þröskuldi helvítis.  Stríðsöskur hljóma í eyrum jarðarbúa.  Bandaríkin verði orðin eins og Mexíkó í dag sem verður eins og Kongó.  Kína og Indland verða aftur orðin að þróunaríkjum.  Í stuttu máli verður vaxandi spenna í öllum samskiptum þjóða.

Fólk hættir að velja meira og stærra en í staðin sættir það sig við minna sem gerir sama gagn.  Fólk innan borgarmarka gerist bændur og fer að rækta matinn sinn sjálft.  Það sendir verksmiðjumat fingurinn og hugsar betur um heilsuna.  Fólk tekur líka heildrænt á heilsueflingu, hvað svo sem það þýðir.

Gerald rakkar niður bjartsýni fjölmiðla sem segja að kreppan verði búin á næsta ári.  Hann tekur dæmi með Larry Fink sem stjórnaði 1.3 trilljón dollara vogunarsjóði.  En Larry þessi Fink lofaði fjárfestum sínum að bandaríski hlutabréfamarkaðurinn hefði náð botninum í mars 2008.  Þá stóð hann í 12000 stigum en ári seinna var hann kominn niður fyrir 6600 stig.  Í kjólfar tapsins á Wall Street kom ríkissjóður USA til bjargar og dældi skattpeningum inn í þessa botnlausu hít.  

Of stórir til að fara á hausinn var slagorðið.  Í augum Celente er þetta bara rán um hábjartann dag sem er stjórnað af eigendum bankana.  Enda hafa þeir sína menn á öllum stöðum sem skipta máli,  Fjármálaráðherra, efnahagsráðgjafa o.s.fr. ríkisstjórnar USA.  Máli sínu til stuðnings vitnar hann í Hitler sem skrifaði:

"Í einfeldni sinni fellur fólk oftar fyrir stórri lygi en lítilli lygi, því það skrökvar stundum sjálft en dytti aldrei í hug að búa til stórfelldar lygasögur um eitthvað sem skipti máli.  Þess vegna vegna hvarflar ekki að því að öðrum dytti slíkt í hug.  Jafnvel þótt að staðreyndir málsins lægju fyrir þá ætti það bágt með að meðtaka sannleikann og reyna að finna aðrar skýringar." 

Bloomberg lýsti því yfir að kreppan væri búin þann 5. október 2009.  En þá voru fluttar fréttir af því að þjónustuiðnaðurinn hefði vaxið í fyrsta skipti í heilt ár.  En Gerald segir að þetta sé bara lygi því atvinnulausum hafi fjölgað og nú séu sex umsækjendur um hvert laust starf.  Einnig eru 52% atvinnulausir í aldurshópnum 16-24.  En stóra lygin sem leikur um fjölmiðla er að þetta verði viðsnúningur með atvinnuleysi.  Hlutir fara að ganga betur en allir verða á atvinnuleysisbótum!  Hljómar kunnuglega eða hvað?

Gerald segir að fólk verði að átta sig á að stjórnvöld reyni ávalt að viðhalda völdum eða efla þau.  Bankarnir reyni síðan að hámarka hagnað sinn.  Alveg sama hvaða góðu dygðir þessir aðilar básúni út um allt þá hugsa þeir fyrst og fremst um völd og peninga.  Hagsmunir heildarinnar eru aukaatriði.  Þetta gildi um öll lönd og tímaskeið.  Bara með þessa vitneskju í fararteskinu sé hægt að skilja gjörðir stjórnvalda og hvert stefni.

Í þessu blaði veltir Gerald sér upp úr ást fjölmiðla á dauða Michael Jackson.  Á meðan heimsveldið stendur í ljósum logum kemst fátt annað að en slúður um Paris Hilton, Britney Spears, O.J. Simpson og nú síðast andlát Jaksonar.  "Matur fyrir heilann." er ekki bara samlíking heldur þýðir að fólk sem matar heilann sinn á rusl fréttum hugsar óskýrar hugsanir um eitthvað sem skiptir ekki máli.  Alveg eins og þeir sem borða skyndabita verða feitir og slappir.

Í vangaveltum sínum segir Gerald að Evrópubúar væru allir farnir út á götur til að mótmæla en Bandaríkjamenn væru of feitir og latir til þess.  Héldu að raunveruleikaþættir væru raunveruleikinn og stjórnmálamenn væru að passa upp hagsmuni heildarinnar.  Þessi orð gætu passað við okkur Íslendinga líka.  

Þó bálið brenni glatt verða ennþá staðir og lönd sem hafa það ágætt.  Þetta gefur framtakssömum aðilum tækifæri til að útvega þeim ríku og frægu griðarstaði.  Þegar þú getur keypt þér ríkisborgararétt í öðru landi hvað varðar þig um ástandið í þínu gamla heimalandi.  Hljómar kunnuglega?

 

 

 

 


mbl.is Spáði fyrir um kreppuna árið 2001
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Af hverju gerum við þá ekki útá þessa auðjöfra sem vantar nýtt heimili í nýju landi sem geriri ekkert við fjárglæframenn??? Það er þá helst að sá sem stal milljóninni verði settur á Hraunið en þessi sem stal milljörðum sleppur... Er það ekki draumalandið fyrir þá sem vantar nýtt ríkisfang???

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 22.10.2009 kl. 22:49

2 identicon

Flott grein hjá þér félagi.

Lindsay Williams, olíuklerkurinn innvinklaði, segir það sama, eftir 2 ár verða usa óþekkjanleg sem sama landið.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 23:09

3 identicon

Kaldi - það er ekkert sérstakt við þetta kerfi, dómskerfið var alltaf fyrir okkur smælingjana, ekki fyrir þá hugumstóru.  Þannig er það í öllum löndum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 23:10

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hmmmm.....

Man ekki betur en að viss auðjöfur hafi verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í ameríkurhreppi fyrir ekki svo löngu síðann... Hann var víst svokallaður fjárglæframaður og skaut undan fleiri milljörðum en ég kann að telja...

Mitt mat er þá að ekki egi þetta við öll lönd...

Hvað segir Gullvagninn um það???

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 23.10.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 121778

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband