15.11.2009 | 18:33
Verslunarferð í Kost.
Kostur er vel staðsett búð í hentugu húsnæði. Innréttingar passa við hugmyndina. Það er vítt til lofts og nóg pláss. Búðin er líka snyrtileg og vel skipulögð. En vöruúrvalið er lélegt og verðin allt frá því að vera þokkaleg yfir í stjarnfræðilegt rugl. T.d. er afar lítið af ódýrum dósamat í boði. Ora og Del Monde á verði sem er 50% hærra en í Bónus eða jafnvel Nettó. Brauðdeildin fær tvo hillu fermetra og samlokubrauðið kostar 400 kall. Hver át síðan flatkökurnar og kleinuhringina?
Sullenberger hefur greinilega þurft að borga þrefalda frakt fyrir sápugáminn því 10 kílóa magnpakkning af amerísku sápududufti kostar næstum 5000 kall. Á mörgum stöðum vantaði verðmerkingar sem gerði allan verðsamanburð ónákvæmari. Djúsdeildin var greinilega sett í skammarkrókinn við hliðina á brauðdeildinni og verðin á Trópí 50% hærri en hjá t.d. Bónus. 3*250ml kostuðu vel yfir 300 kallinn og Brassi var á sama verði og í Hagkaup.
Ég varð fyrir vonbrigðum með úrvalið og verðin. Hvers vegna Sullenberger flytur ekki inn djús frá t.d. Kína eða Póllandi og lætur sérmerka sér er mér hulin ráðgáta. Allavega getur hann ekki keppt við nafna sinn, Jón Ásgeir, með því að versla við heildsölur sem hann á.
Mikill áhugi á Högum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- agny
- malacai
- kruttina
- axelthor
- duddi-bondi
- baldvinj
- bene
- kaffi
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- gattin
- baenamaer
- brandarar
- dora61
- ellyarmanns
- ea
- folkerfifl
- fridjon
- fridaeyland
- killjoker
- gislihjalmar
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- muggi69
- gudnym
- gullvagninn
- maeglika
- haukurn
- heidathord
- heimssyn
- gorgeir
- hordurj
- hrafnathing
- isleifure
- jensgud
- jonnnnni
- enoch
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- karisol
- krist
- kristinhrefna
- kjoneden
- minkurinn
- vonin
- maggib
- maggaelin
- vistarband
- marinogn
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- fullvalda
- seinars
- sigmarg
- siggisig
- sigurjonn
- sms
- soley
- steingerdur
- tomasha
- tommi
- vefritid
- vertu
- vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Keyrði framhjá á leið í alþýðuleikhusið að sjá stykkið "2012". Sullandi bissness hjá honum.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 21:58
Búðin væri brilliant ef t.d. fengist þarna perudjús í fernu eða frosin innflutt samlokubrauð. Ekkert svoleiðis bara smá morgunkorn sem ekki fæst hjá öðrum og rándýrt sápuduft(kláðaduft). Ora túnfiskur í dós kostar hjá karli um 240 krónur en 174 í Bónus, 175 í Krónunni og 179 hjá Nettó. Af hverju er hann að selja vöru sem er of dýr? Ég myndi bara sleppa henni og selja eitthvað annað í staðin. Síðan er hann með hvíta Kínasokka á 300 kall stykkið! Engir gullþræðir bara hvítur ódýr bómull frá Kína með viðkomu í USA.
Það þýðir ekki að bjóða Bónusbúð með Hagkaupsverð!
Björn Heiðdal, 15.11.2009 kl. 22:27
Ekki 240 kr heldur 279 kr.
Björn Heiðdal, 15.11.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.