Ingibjörg á móti Icesave.

Í viðtali við Presssuna síðastliðinn þriðjudag sagði Ingibjörg Sólrún að sér hefði alltaf litist illa á Icesave.  Þetta hefði verið algjör della og í raun glæpsamlegt.  En hendur stjórnvalda hefðu verið bundnar vegna EES samningsins.  Hún væri í raun líka á móti skuldbindingum ríkissjóðs vegna Landsbankans en til að koma til móts við Alþjóðasamfélagið ehf. og AGS þyrfti að borga.  Ingibjörg sagði í lok viðtalsins að íslenska þjóðin væri ung og með margar vinnandi hendur.
mbl.is Geir Haarde: Hann tók því illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska ríkið kaupir notuð hús frá Indlandi.

Á fréttamannafundi í morgun sagði Jóhanna Sigurðardóttir að íslenska ríkið ætlaði að aðstoða íslenskar fjölskyldur sem hefðu misst heimilið sitt í bankahruninu.  Til stæði að flytja inn notuð hús frá Indlandi og selja gegn vægu gjaldi.  Vonaði ráðherrann að Íslendingar kynnu að meta þetta framtak því nú þyrftu allir að standa saman.  Aðspurð um lóðir fyrir húsin sagði ráðherra að best væri að fólk reisti þau nálægt þjóðvegi eitt og öðrum aðalgötum í þéttbýli.  Þannig mætti ná fram auknum sparnaði í sorphirðu og snjómokstri.  Í lok fundarins sagði Jóhanna að Samfylkingin væri að gera sitt besta og íslensk náttúra væri ómetanleg. 
mbl.is Slumdog Millionaire stjarna fær nýtt heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Oddsson gefur hraðamyndavélar.

Á nýlegum blaðamannafundi lýsti Davíð Oddsson því yfir að hann ætlað að gefa Landhelgisgæslunni 14 hraðamælingartæki.  Það eina sem ríkisstjórnin þyrfti að gera væri að skaffa 14 nýjar Super Puma þyrlur til festa mælitækin á.  Aðspurður sagði núverandi fjármálarðaherra að sér litist vel á hugmyndina og skattar yrðu hækkaðir sérstaklega fyrir þetta verkefni.  Skeiniskattur og vatnsskattur væru efstir á teikniborðinu.  Steingrímur sagði líka að þjóðin væri falleg og vel menntuð.
mbl.is Hraðamælingar úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverjar blaðsíður vantar í fjármálaráðherrann.

Í viðtali við mbl.is viðurkenndi íslenski fjármálaráðherrann að það vanti nokkrar blaðsíður í hann.  Þegar gengið var á ráðherrann neitaði hann þeim orðrómi að það væru líka lausar skrúfur í honum.  Hann bað þjóðina lengi að lifa því hún væri langlíf og íslenska vatnið væri einnig hollt og gott.
mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll boðar aðgerðir til að borga kúlulán.

Á fréttamannafundinum í dag mun ríkisstjórn Íslands kynna sérstakt eftirlit með svertingjum.  Svart fólk, fólk sem sér svart og þeir sem vinna svart verður tekið hart á.  Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að 200-300 milljónir náist með þessum aðgerðum.  Hann er ennfremur bjartsýnn á gott gengi í Eurovision og telur íslenska vatnið það besta í heimi.

 

 


mbl.is Átak gegn svikum á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgum Icesave leikurinn.

Í síðustu viku ákvað ríkisstjórnin að hrinda af stað þjóðarleik.  Hann heitir borgum Icesave og meira til.  Í viðtali við Ekki fréttablaðið sagði fjármálaráðherra að hugmyndin væri sótt í smiðju afa síns og ömmu.  Alltaf þegar hann var í heimsókn og vildi ekki borða matinn sinn þá lofaði afi honum nammi ef hann kláraði það sem var á diskinum.  Þetta bragð gafst vel og sagði Steingrímur að þetta yrði líka að duga á íslensku þjóðina.  Í staðin fyrir nammi ætlaði hann að lofa þjóðinni meiri skuldum og hærri skatta.  Í lok viðtalsins sagði Steingrímur að þjóðin væri vel læs og skynsöm. 
mbl.is Getum ekki prentað gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra boðar hertar aðgerðir gegn almenningi.

Í nýlegu viðtali lofaði Steingrímur svo háum sköttum að vinnandi fólk gæti ekki staðið undir þeim.  Spurður nánar út í þessi ummæli ráðlagði ráðherrann Íslendingum að flytja til útlanda eða fremja sjálfsmorð. 
mbl.is Gjaldeyri ekki skipt í krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prumpskattur.

Á fréttamannafundi nú í bítið boðaði fjármálaráðherra sérstakan skatt á prump.  Aðspurður sagði ráðherra að þessi nýi skattur væri partur af umhverfisstefnu VG.  Í henni væri leitað leiða til að vernda andrúmsloftið og stuðla að sjálfbæri þróun.  Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar verða þó ungabörn og dauðvona sjúklingar undanskilin.  Árni Páll félagsmálaráðherra sagði við fréttamenn að um mikinn sigur væri að ræða sem ætti eftir að koma öllum til góða.  Jóhanna Sigurðardóttir lofaði framgöngu Steingríms og sagði að þessi skattur ætti eftir að auka velferð á Íslandi.  Til að byrja með verður fólk skattlagt eftir þyngd en vonir standa til að innan fárra ára verði búið að græða tölvukubb í alla íslenska rassa sem mæli nákvæmlega útblástur og aðra úrgangslosun.

 


mbl.is Sykurskattur víkur fyrir matarskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brot úr æviminningum forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir skellti sér í latex gallann og kallaði, elskan ég er tilbúin.  Ég er ekki elskan þín vældi íslenska þjóðin.  Þegiðu, gelti Jóhanna á móti og byrjaði að berja beran bossann.  Gaddakylfan stakst á kaf í bert holdið.  Íslenska þjóðin öskraði af öllum lífs og sálarkröftum.  Við það færðist Jóhanna öll í aukana og lamdi helmingi fastar.  Drrring,  drring.  Halló, Jóhanna hér.  Á hinum enda línunnar var fulltrúi AGS á Íslandi.  Hvernig ganga barsmíðarnar, spurði hann.  Jóhanna sagði þurrlega, mjög vel og ég þarf enga hjálp frá þér við þetta.  Íslenska þjóðin reyndi að skríða í burtu, rétt á meðan Jóhanna var í símanum.  Sem betur fer sá Jóhanna það.  Hún henti sér ofan á þjóðina og hvíslaði í eyrað, reyndu þetta aldrei aftur eða ég drep þig.  Kannski ég drepi þig bara strax, nei annars, það væri of gott fyrir þig.

 


mbl.is AGS vill ekki stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán til að borga lán, skynsamlegt?

Fleiri lán, meiri lán, aftur lán, enn eitt lánið, kredikorta lán, skuldabréfa lán, kúlulán, víxillán, bankalán, seðlabankalán.  Lán til að borga þeim sem lánuðu Björgólfi og hinum glæpamönnunum.  Er fólk alveg galið?
mbl.is Norðurlönd settu skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband